Ekki einn í útlöndum anymore....


Friday, September 21, 2007

TILKYNNING TILKYNNING

Erum að flytja til Íslands.
Búslóð verður sett í gám hérna í UK þann 6. október.
Auður, Tiana og Emil fara til Íslands þann 9. október ( í samfloti með mömmu og pabba )
Ég kem svo til Íslands þann 13. október ( daginn áður en Gústav á afmæli ) ;)

Ísland, here we come ...

Gaman gaman ..... meira síðar, eða kannski bara ekki meira síðar ...... alveg spurningin !!!!

|

Sunday, September 02, 2007

Jæja

Mundi allt í einu eftir því að ég var með þessa bloggsíðu !!! og hef ekki skrifað neitt í frekar langan tíma.

Alla vega, betra seint en aldrei.

Við komin heim aftur eftir frábært frí á Íslandi, ég var þar í tæpar 3 vikur og Auður í rúmlega 4 vikur .. og skemmtu við okkur mjög vel þar.

Gústaf og Johanna giftu sig á Íslandi á meðan við vorum þar, kominn tími til enda búinn að vera saman í að manni finnst einhver 10 ár !!! Við óskum við þeim til hamingju með það. Flott brúðkaup og fín veisla á eftir. Skemmtum okkur alveg konunglega og Tiana kom með okkur og dansaði alveg eins og brjálæðingur í einhverjar 3-4 tíma ..

Svo var bara chillað á Íslandi, farið í sund, grillað, spilaður fótbolti ( spilaði 2 leiki með Old Boys hjá Leikni og setti 3 mörk og átti 3 assist , ekki slæmt stats það ), farið á djammið, farið á völlinn, heimsóknir o.s.frv. líklega þessi venjulegi rúntur þegar maður kemur í frí til Íslands.


Svo lítur út fyrir að við séum að fara að flytja til Íslands ... vonandi á næstu mánuðum. Auður er að skoða vinnumál og ef það gengur upp ... verður hjallurinn seldur og við flytjum til Íslands .. ekki hægt að neita því að það yrði alger snilld.

Búið að vera gott hérna í UK .. að verða tæp 4 ár !!! djöfull er tíminn fljótur að líða.

Alla vega ættu að koma frekari fréttir af gangi mála í sambandi við flutninginn fljótlega.

Setti svo nýjar myndir á síðuna .. hægt að sjá hér.


Látum þetta duga í bili ... kær kveðja frá UK


Birgir & Co.

|

Thursday, June 07, 2007

Jæja

Loksins náði BT að laga Broadbandið ... tók þá ekki nema rúmar 2 vikur !!!

Alla vega smellti ég yfir hundrað myndum á síðuna, klikka á myndaalbúm hérna til hægri.

Annars er bara allt fínt að frétta, ég er á leiðinni til Finlands um helgina í steggjagleði ... verður eflaust hörkustuð þar.
Múttan er svo að koma í heimsókn um aðra helgi og ætlar að dveljast hjá okkur í rúma viku. Getum fengið hana til að passa fyrir okkur :o)

Svo ætlar Auður að skella sér til Íslands á undan mér, stefnir á að fara til Íslands um 22. júlí en ég fer ekki til Íslands fyrr en 3. ágúst. Ekki hægt að neita því að manni hlakkar óneitanlega til að komast í frí til Íslands.

Jæja, nóg að sinni.

Kveðja frá UK, Birgir & Co.

|

Friday, May 04, 2007

Sumar og blíða ....
Jæja, held bara að sumarið sé mætt í UK. Búið að vera um og yfir 20°C hiti hérna síðan snemma í apríl !! ekki slæmt það.
Annars voru bræðurnir og pabbi hérna í heimsókn um daginn í tilefni af sextugsafmæli kallsins .. held að allir hafi skemmt sér alveg konunglega þessa daga sem þeir voru hérna.
Það sem gert var þegar þeir voru hérna :
Föstudagur
Þeir lentu á Gatwick eftir hádegi á föstudeginum og hitti ég þá á Hilton hótelinu í Hyde Park um 17.30 , voru miklir fagnaðarfundir og létt slagsmál eins og endra nær þegar við hittumst.
Kíktum við á nálægan pöbb við hótelið og fengum okkur drykk og spjölluðum. Elvar fór í klippingu ( byrjaði að klippa sig á hótelinu, en vélin dó !! frekar fyndið ) .. var svo stefnan sett á Leicester Square að kíkja í mat og ætluðum við að tjékka á leikhúsmiðum. Fórum að borða á Garfunkel á Leicester Square og keyptum miða á Blue Man Group fyrir laugardagskvöldið !! svo var farið aftur upp á hótel að slappa af.
Laugardagur
Leikdagur. Farið var með túbinu áleiðis að WHL. Mættun þar um 10.30 og var byrjað á að versla aðeins í Tottenham búðinni, pöbbinn hliðina á vellinum opnaði svo 11.00 og var hafist handa við að sötra nokkra öllara í svakalegri veðurblíðu. Þegar nær dró leiknum fór stemmningin í garðinum hjá pöbbnum að aukast og söngvar sungnir ótt og títt. Alveg frábær stemmning þarna.
Leikurinn endaði svo 2-2 , þar sem Tottenham stal stigi á lokamínútu leiksins .. alger snilld.
Eftir leikinn var aftur farið á Bell & Hare að "fagna" jafnteflinu og því að vera til. Afmælissöngurinn var sunginn fyrir pabba af mörgum pöbbgestum .. kallinn ánægður með það.
Svo upp úr 17.00 var haldið upp á hótel .. næst á dagskrá var sýningin Blue Man Group .. alger snilld sem það verk er. Allir skemmtu sér mjög vel. Upp á hótel var haldið eftir sýningu.
Sunnudagur
Byrjuðum á því að labba um Hyde Park í veðurblíðunni, fórum svo á Science Museum og fórum þar í 3D bíó ... mjög flott. Svo var aðeins kíkt í búðir, Elvar og Sævar bara gátu ekki hætt að versla.
Svo um kvöldið var fengið sér létt nasl og haldið í keilu. Þar sem Birgir sigraði með 5 pinnum að mig minnir. Til hamingju Birgir.
Mánudagur
Strákarnir komu með lestinni frá London um morguninn til St Albans og pikkaði ég þá upp. Farið var heim til mín að chilla og strákarnir að heilsa upp á Emil Óla. Svo um hádegið var haldið í Golf. Áður en við byrjuðum gáfum við pabba afmælisgjöfina sína, golfsett með kerru og ferðapoki með.. kallinn brosti út að eyrum.. getur loksins losað sig við Smarties pakkann með þessum 3 kylfum í sem hann hefur verið að nota á Íslandi. Spiluð var liðakeppni þar sem eitt stig fékkst fyrir lægsta skor á holu, eitt stig fyrir lægsta meðaltal liðs á holu og svo aukastig fyrir par og 2 aukastig fyrir fugl. Sævar og Pabbi voru saman í liði og ég , Elvar og Arnar saman í liði. Þetta var þrælgaman og enduðu leikar á jafntefli 9-9 !! allir í skóginum vinir.
Strákarnir fóru svo eftir golfið á hótelið að tjékka sig inn og ég og pabbi fórum heim. Pabba langaði að heilsa upp á Emil.
Svo um kvöldið var farið fínt út að borða á ítalskan stað í St Albans. Borðuðum við þar tveggja rétta máltið með rauðvíni og held ég að allir hafi verið sáttir við matinn. Auður , Tiana og Emil komu með okkur út að borða .. Emil var ekki alveg sáttur , svoldið erfiður.
Þriðjudagur
Strákarnir voru að versla í bænum um morguninn og komu svo til mín uppúr hádegi. Keyrðum við til Letchworth sem er um 25 mín í burtu og fórum í Go-Kart. Alveg meiriháttar skemmtun þar og keyrðum við í hálftíma. Birgir sigraði Go-Kartið , þrátt fyrir mikla keppni frá Arnari á lokahringjunum.
Svo var chillað eftir Go-Kartið heima hjá mér og svo fórum við strákarnir inn í bæ um fimmleytið. Fórum svo að borða á Barney´s .. sem klikkar aldrei. Sævar fékk sér ofur kjúklingaborgarann, og náði ekki næstum að klára hann.
Svo eftir matinn var haldið á poolstaðinn Riley´s þar sem spilað var pool fram eftir kvöldi, horft á Man Utd - AC Milan og mjöður drukkinn, Wayne hitti okkur einmitt þar og spilaði með okkur. Birgir vann poolið, var með besta recordið þetta kvöldið. Það var spilað á 2. borðum og fékk sigurvegarinn að halda borðinu..
Þessir dagar voru alveg frábærir, við skemmtum okkur allir mjög vel.

Nú er maður að standa í því að selja miðana sína á UEFA CUP final leikinn sem er í Glasgow um miðjan maí. Þar sem Tottenham verður ekki þar, er ég ekki að nenna að fara.
Auglýsti í gær á ebay og einnig á spjallrásum hjá Sevilla og Espanyol. E-mailin byrjuðu strax að streyma inn og kom svo fyrsta tilboðið í morgun, 500 evrur fyrir þessa tvo miða. En ég borgaði um 220 evrur fyrir miðana og sendingarkostnað. Spurning að sjá hvort fleiri tilboð komi og hvort maður geti kannski nælt sér í smá auka pening.

Kveðja að sinni frá UK.
Er að bíða eftir myndum úr ferðinni .. Sævar ætlar að redda því, voru allar í tölvunni hans. Skelli þeim hingað inn um leið og myndirnar koma í hús.

Birgir & Co

|

Sunday, April 15, 2007

Allir í góðum gír í UK

Langt síðan maður hefur skrifað, allt of langt. Allt gott að frétta héðan, Emil er að spjara sig vel og sér maður breytingar hjá honum liggur við frá degi til dags.
Búið að vera alveg þrælgott veður hérna upp á síðkastið, að nálgast toppinn .. var um 25°C hiti í dag og sól og klassaveður.
Í gær fórum við í Willows Farm, sem er einskonar húsdýragarður hérna rétt hjá og áttum þar mjög fínan dag í um 20°C hita og sól ... skoðuðum dýrin, gáfum dýrunum að borða og horfðum á nokkur show með dýrum .. hápunkturinn var svo þræl spennandi rollukapphlaup ...( klikka á til að sjá video, tekur smá tíma að loadast ).
Í dag var deginum eytt í garðinum hjá okkur að chilla ... horft á fótbolta og slappað af. Svo var grillað, eins og við gerðum reyndar í gær.. nú þegar veðrið er farið að vera svona gott, þá verður grillað í aðra hverja máltíð !!

Erum búin að panta flug fyrir Íslandsferð í sumar, mætum á svæðið föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi og verðum á Íslandi í tæpar 3 vikur.
Er stefnan sett á að skíra Emil Óla um verslunarmannahelgina.

Nú eru bara 5 dagar þangað til Pabbi og bræðurnir mæta á svæðið .. verður það alger snilld og komum við án efa með að eiga frábæra helgi og meira til.

Læt þetta duga í bili ... læt heyra í mér fljótlega.
Nýjar myndir komnar hérna til hægri og hérna eru 2 video af Emil ... Emil í baði og Emil krútt

Kveðja frá okkur öllum í UK

Birgir og Co

|

Wednesday, March 14, 2007

Nýja "lukkutröll " Tottenham


Gengur ekkert smá vel hjá Tottenham þessa dagana ... ósigaðir í 6 leikjum, þar af unnið 5 af þeim... og höfum skorað 3.3 mörk að meðaltali í þessum 6 leikjum, fjörugir leikir.


Annars er allt fínt að frétta héðan frá St. Albans, vor í lofti, hitinn fór í 18°C í gær , og það var engin sól á lofti.. sem þýðir að sumarið er handan við hornið. Enda eru vorin hérna mjög stutt.

Emil hefur það mjög gott og er að braggast alveg rosalega vel. Kominn með kinnar og farinn að búttast aðeins. Ekkert nema gott um það að segja. Mamma var hérna í heimsókn í viku og tók virkan þátt í þessu.. var dugleg að halda á honum, skipta á honum , baða hann og bara gera allt. Henni fannst það alveg meiriháttar held ég. Annars þökkum við mömmu / ömmu fyrir aðstoðina.

Jæja, kveð að sinni. Setti inn nýjar myndir í myndaalbúmið hérna til hægri og svo eru hér fyrir neðan 4 video af Emil.

Biðjum öll að heilsa

Birgir & Co

Video1 Video2 Video3 Video4

|

Saturday, February 24, 2007


COME ON YOU SPURS
Ekki sérlega góð mynd af nýja Spurs aðdáandanum ... en þær eiga eftir að verða betri.
Annars er bara allt gott að frétta héðan frá UK. Emil er að stækka dag frá degi ... maður var einmitt að pæla í því í dag að Emil átti að fæðast í gær !!! skrítið.
Ég er byrjaður að vinna aftur eftir feðraorlofið, hefði alveg verið til í að vera lengur í orlofi .. en svona er þetta.
Við Auður vorum að skoða bíla í dag .. og erum líklega búin að finna okkur bíl til að kaupa .. smelli mynd hérna á síðuna þegar bíllinn er kominn í hús. Frekar flottur bíll og er alls ekki svo dýr.
Svo er það Tottenham - Bolton á morgun. Langt síðan maður hefur farið á WHL .. virðist vera sem ár og aldir síðan. Vonast maður eftir góðum sigri hjá Spurs, enda komnir á ágætis run eftir 2 útisigra í röð.
Nóg að sinni, smellti nýjum myndum á myndasíðuna hér til hægri ... og svo eru nokkur video hér að neðan.
Kveðja frá UK frá okkur öllum
Birgir og Co.

|

Monday, February 12, 2007

Hvað er málið með Tottenham
þessa dagana ... eru hvílíkt að gera í buxurnar að hálfa væri nóg.
Hafa ekki unnið deildarleik síðan á annan í jólum !!!! COME ON.
Alla vega er maður á leiðinni að sjá Tottenham - Bolton þann 25. febrúar og svo að sjá Tottenham - Watford þann 15. mars ... þó illa gangi, þá heldur maður nú samt áfram að styðja við bakið á liðinu.
Annars er bara allt það besta að frétta héðan, snjóaði heilan haug á fimmtudag, og þá er ég ekki að djóka, sjá mynd hér til hægri. Skólinn hjá Tiönu var lokaður og var einnig lokaður á föstudeginum þó ekkert hafi snjóað í langan tíma. Til að tryggja öryggi barnanna !!! ef þetta hefði verið svona á Íslandi í den, þá hefði maður ekki fengið neina menntun.
Svo byrjar maður að vinna á morgun .. gaman gaman ... er engann veginn að nenna að fara að vinna, búið að vera helvíti nice að vera heima með Auði og Emil .. gæti alveg hugsað mér að vera heimavinnandi húsfaðir.
Jæja, best að fara að hita upp hangikjötið sem við vorum með í matinn í gær ... alger snilld.
Nýjar myndir eru komnar í albúmið hér til hægri ... og svo hér að neðan eru 4 stutt vídeó með honum Emil Óla.
Video 1
Video 2
Video 3
Video 4
Kveðja frá UK
Birgir & Co

|

Wednesday, January 31, 2007

Halló , halló ..
Búið að vera busy upp á síðkastið.
Emil Óli kom loksins heim af spítalanum á laugardaginn, alger snilld það. Var maður þá búinn að keyra á milli St. Albans og Watford eins og vitleysingur í næstum 2. vikur, alveg kominn með nóg.
Við Auður mættum á spítalann í Watford á föstudagsmorgunn, og gistum þar yfir nóttina og fékk Emil Óli einungis brjóstamjólk frá Auði þennan sólarhring. Emil þyngdist aðeins á þessum sólarhring sem varð til þess að við fengum að fara heim með hann.
Hann er allur að koma til, farinn að drekka eins og ég veit ekki hvað og er Auður alveg búinn á því hérna á kvöldin eftir að hafa verið að gefa honum að drekka svo til á 2-3 tíma fresti allan sólarhringinn ...
Setti nokkrar nýjar myndir hérna til hægri...
New pictures in "myndaalbum" right side of the page.
Set inn hérna ensku vegna margra áskorana frá vinum okkar hérna úti .. og þá sérstaklega frá henni Kelly !!! spurning hvort ég fari ekki bara að blogga á ensku fljótlega, til að gera alla sátta.
Svo eru hérna 4 video sem ég hef tekið af gaurnum upp á síðkastið. ( 4 videos her below )
Video 1
Video 2
Video 3
Video 4
Kveðja frá UK ...
Birgir og fjölskylda í 10 Tilsworth Walk, St. Albans

|

Tuesday, January 23, 2007


Peysutog !!!!

Smellti nokkrum nýjum myndum inn, frá síðustu dögum. ... hér til hægri.

VIDEO

Kær kveðja frá UK. Birgir og Co.

|

Friday, January 19, 2007

Hæ öll .... ég heiti
smá video ef smellt er á nafnið
Þá er nafnið loksins komið á hreint, þurfti smá samningaviðræður þar sem Tiana vildi hafa eitthvað um nafnið að segja. Og valdi hún að lokum millinafnið Óli, og við Auður ákváðum Emil !!! .
Og svona aukreitis þá er nafnið Emil komið úr dönsku, og þangað kom það af latneska ættarheitinu "Aemilus" sem merkir " Vingjarnlegur "
Auður verður svo útskrifuð af spítalanum á morgun, laugardag. Þannig að þá taka við eintómar ferðir milli St. Albans og Watford þangað til Emil verður útskrifaður. Svo sem í lagi, um 30 mínútna akstur á milli.
Svo eru nýjar myndir hérna til hægri ..... og nokkur video hér að neðan...
Video 1
Video 2
Video 3

Video 4
Kveðja frá UK ... Birgir , Auður, Tiana Ósk og Emil Óli.

|

Wednesday, January 17, 2007


Hæ öll ..
Takk kærlega fyrir
hamingju-
óskirnar.
Öllum heilsast mjög vel og er
litli kallinn farinn drekka hjá Auði
og er allur að braggast.
Henti inn nokkrum nýjum myndum
hér til hliðar ... og svo eru hérna
3 video.
Video 1
Video 2
Video 3
Bestu kveðjur frá UK
Birgir og Fjölskylda

|