Ekki einn í útlöndum anymore....


Tuesday, May 31, 2005

Löng og skemmtileg helgi is over....
Mjög skemmtileg helgi í alla staði.
Var kíkt á pöbbinn eftir vinnu á föstudag og var alveg gríðarleg mæting þar, ca. 15 stk. enda var u.þ.b. 25 stigi hiti og sól... setið í beer garden og sötruð ísköld Stella Artois ;o)
Laugardagurinn fór að mestu leyti í chill og að útrétta í bænum, og var svo kíkt til James um kvöldið að horfa á USA - England.. bærilegur leikur, ekki meira varið í hann en það.
Veðrið hélst sem verr fer ekki yfir helgina, enda var föstudagurinn einstaklega góður. Á sunnudeginum var farið að versla í matinn, og svo leigðum við James okkur 2 xbox leiki og vorum að spila X-box til að verða 02.00 um nóttina. Fifa Street er frekar flottur leikur.
Svo í gær, á bank holiday hérna var farið út um 12 leytið og farið á local pöbbinn í grill og fínerí. Svo var gripið í spil með Wayne og Kelly og spiluðum við og átum grillmat þess á milli langt fram eftir degi. Var farið heim upp úr 18.00 .... og eldaður svo um kvöldið dýrindis indverskur kjúklingaréttur.
Alla vega var þessi helgi mjög góð í alla staði, verst að það verður ekki bank holiday weekend aftur fyrr en í lok ágúst.. enginn public frídagur fyrr en þá.
Annars lifir maður það nú af, er á leið í frí eftir ca. 4 vikur !!!!! farinn að hlakka frekar mikið til....
Jæja, best að halda áfram að vinna... kl. rúmlega hálfátta og við að fara að senda síma með sendibíl yfir til Parísar... 1000 stk. þar á ferð, ef einhver hefur áhuga á að ræna bílinn á leiðinni..heheh
Birgir

|