Ekki einn í útlöndum anymore....


Tuesday, April 04, 2006


BBQ 3000 Turbo
Það var fjárfest í líka þessu svakalega gasgrilli um helgina. Núna verður grillað left right centre svo til alla daga vikunnar í sumar. Er grillið svo stórt að það verður hægt að grilla 4 læri , 30 pylsur , 15 hamborgara og 10 kótelettur á sama tíma. Hvílíkt ferlíki sem þetta grill er og er manni bara farið að hlakka til að byrja grillseasonið. Svo er pabbi að koma um páskana, spurning að biðja kallinn að smella í ferðatöskuna smávegis af " EÐAL " íslensku lambakjöti á grillið... lambafillet er það fyrsta sem manni dettur í hug... og kannski eins og eitt læri og nokkrar framhryggjasneiðar.... ég er farinn að sjá allar þessar steikur fyrir mér á grillinu !!!!
Svo erum við líka búin að versla garðhúsgögn þannig að allt er ready fyrir sumarið. Núna er spurningin hvort maður þurfi ekki að kaupa eins og einn lítinn ísskáp til að hafa í garðinum til að halda öllaranum köldum !!!
Ekki mikið annars um að vera hérna í UK. Stutt í fyrsta leikinn í leikjahrinunni sem maður sér núna í apríl. Man. City mætir á WHL á laugardaginn.. vonast eftir góðum leik hjá mínum mönnum til að halda Evrópudraumnum lifandi.
Ekki mikið að gera í vinnunni þessa dagana... sem er alveg ágætt. Búið að vera alger kleppur í langan tíma, en loksins er hægt að koma einhverju í verk sem búið er að bíða með í einhvern tíma. Svo er flutningur í nýtt vöruhús á dagskránni um miðjan Maí. Er verið að vinna í að kaupa inn hillur og aðra hluti sem þarf í nýja vöruhúsið. Ég á nú samt eftir að sjá það gerast að við flytjum um miðjan maí. Ekki enn búið að skrifa undir samninginn.. og smiðir að bíða eftir að geta byrjað að vinna við að stækka skrifstofurnar, sem á að taka alla vega 4 vikur... svo á eftir að setja upp þjófavarnarkerfi, gera aðra hurð á vöruhúsið og fullt af öðrum hlutum !!!!
Jæja... nóg komið í bili.
Kær kveðja til allra á Íslandi... og Svíþjóð.... og þar sem fólk er statt sem er að lesa þetta.
Birgir

|