Ekki einn í útlöndum anymore....


Saturday, April 22, 2006



STÓRLEIKUR ÁRSINS AÐ HEFJAST EFTIR RÚMAR 30 MÍNÚTUR !!!!!!!

Óska bara mínum mönnum góðs gengis.... Jafntefli verður sigur fyrir Spurs.

COYS

|

Thursday, April 20, 2006


Jæja.... þá er maður mættur aftur til vinnu !!!
Eftir öll veikindin og svo páskafríið var orðið helvíti langt síðan maður var hér.
Annars var páskahelgin með eindæmum góð.. fyrir utan að Spurs voru klaufar að tapa gegn Man Utd á mánudaginn.. maður getur ekki neitað því að ég var frekar svekktur eftir leikinn. Spiluðum fínan bolta en fengum ekkert að launum, en svona er víst boltinn, það eru ekki alltaf jólin.
Keypti mér nokkra ólöglega DVD diska á pöbbnum hliðina á vellinum á mánudaginn sem verður kíkt á við tækifæri. Mr. DVD eins og hann er kallaður á svæðinu mætti galvaskur með pokann sinn að selja á fullu, myndir nýkomnar úr verksmiðjunni. Stefnan er sett á að kíkja á Inside Man í kvöld. Hef heyrt að þar sé ágætis kvikmynd á ferð. Svo er auðvitað stór spurning hvernig gæði verða á þessum eðalmyndum sem ég keypti. Þau geta verið allt frá DVD gæðum niður í kvikmyndatökuvél inní bíói einhvers staðar !!!!
Annars er ekki mikið á dagskránni hérna þessa dagana... maður er kominn með nýtt vegabréf í hendurnar þannig að maður getur núna farið að sækja um visa til að komast til Egyptalands. Svo er bara einn heimaleikur eftir hjá Spurs á þessu tímabili.. gegn Bolton í lok mánaðarins og er maður á leiðinni á þann leik að sjálfsögðu. Svenni félagi minn er að koma út og ætlum við að skella okkur á leikinn. Svo til 99 % öruggt að Spurs verða í evrópukeppni á næsta tímabili , þó að Spurs tapi rest... þá þarf eitthvað ótrúlegt að gerast til að mínir menn nái að klúðra því. Þannig að þá getur maður farið á völlinn líka í miðri viku á næsta tímabili að sjá leiki í UEFA cup.. ég er samt með pínulitla vonarglætu að það verði Champions League leikir...
Kveðja að sinni frá UK
Birgir

|

Monday, April 17, 2006

Tottenham - Manchester United....
Við feðgarnir að gera okkur klára til að ferðast til London til að sjá stórleik á WHL.
Vonar maður að þetta komi til með að verða hin besta skemmtun og ekki myndi skemma fyrir ef Spurs myndi klára þennan leik með stæl !!
Annars höfum við bara haft það mjög gott hérna síðan hann kom hingað... slappað af , borðaður góður matur , farið á vöffluhúsið , rómverska safnið , fljúga flugdreka , farið á pöbbinn svo eitthvað sé upp talið !!
Jæja , þá er bara að krossleggja fingur og vona að Spurs eigi góðan leik í dag og sigri Man Utd....
Kveðja að sinni frá UK
Birgir

|