Ekki einn í útlöndum anymore....


Saturday, October 09, 2004

Enski boltinn já takk....
Spiluðum í dag gegn Redbourn Reserve og ég hef ekki vita annað eins.... við unnum 5-2 og átti ég fínan leik án þess þó að ná að skora. En tæklingarnar í þessum leik voru svakalegar, ég er með geðveika marbletti á hægra hnénu og á lærinu fyrir ofan hnéð eftir svakalega tæklingu í hnéhæð !!!! og leikmaðurinn fékk ekki einu sinni gult spjald.. hehee og ég taldi mig bara vera stálheppinn að ganga af velli eftir svona tæklingu . Svo stuttu seinna var ég í skotfæri fyrir utan teig og var að fara að láta vaða með hægri þegar einhver kom og renndi sér í vinstri fótinn á mér, með takkana aftan í kálfann á mér og ég steinlá.... og ekkert gult spjald !!!!! RUGL . Svo fékk maður olnbogaskot í smettið og fleira og fleira... ekta enskur bolti.
Núna er maður alveg í drasli..... aumur og sár í svo til öllum líkamanum !!!! en þetta er bara eitthvað sem maður verður að venjast hérna.
Svo gerðist ekkert smá fyndið í leiknum..... eftir nokkur brot þá fékk ég gula spjaldið í seinni hálfleik... og dómarinn gengur að mér og tekur upp bókina sína og spyr mig...
Dómari : "Full name"
Ég : "Birgir Ólafsson "
Dómari : " come on, give me your full name "´
Ég : " My name is Birgir Ólafsson "
Dómari : ( réttir mér bókina sína ) " Can you write your full name here "
Ég : " No , I´m not going to write in your book "
Dómari : " Can you than please spell your name "
Ég : Gerði það og fékk svo gula spjaldið....
Tók ekki nema dómarann ca. 5 mín að gefa mér spjaldið, og svo eftir leikinn þurfti ég að borga 8 pund út af spjaldinu... sekt !!!!!!
Þangað til næst..
Birgir

|

Thursday, October 07, 2004

Mord var thad...
Komid hefur i ljos ad konguloin var myrt. Og ekki nog med thad, tha var thetta eldri konguloin, sem hafdi buid lengst i boxinu. CSI lidid herna stadfesti thetta fyrir nokkrum minutum. Hin risakonguloin er grunud , en engar haldbaerar sannanir eru gegn henni thannig ad hun mun liklega sleppa vid refsingu. Haldinn verdur bladamannafundur i dag kl. 15.00, thar sem reynt verdur ad svara theim spurningum sem koma upp. Og fyrir tha sem vilja myndir af kvikindinu... tha kann eg bara ekkert ad setja myndir inn a siduna mina!!!!! kannski einhver geti adstodad mig vid thad
Annars er litid buid ad vera ad gera upp a sidkastid, verid ad byrja ad spara fyrir Barcelona - Real Madrid ;) , keypti mer reyndar nyja digital myndavel um helgina..hehe
Svo er manni bara farid ad hlakka feitt til ad keppa um helgina.. eigum heimaleik, en vid spilum heimaleikina okkar herna i St. Albans sem er mjog gott.
Svo ma madur ekki gleyma ad kaupa mida a Tottenham - Arsenal.. en midasala fyrir members hefst a manudaginn kl. 10.00. ( held ad thessi leikur se helgina a undan Barcelona - Real Madrid.. )
Thangad til naest
Birgir

|

Monday, October 04, 2004

R.I.P.
Sa leidindaratburdur hefur att ser stad ad onnur risa konguloin okkar er latin. Ekki er vitad med vissu hvernig thad bar ad. Rannsoknarhopur fra Scotland Yard hefur verid ad rannsaka boxid i dag og taka vefjasyni af hinum kongulonum... sem eru reyndar badar grunadar !!! Ekki er tho vitad med vissu hvort um mord var ad raeda eda slys eda bara hreinlega edlilegan dauddaga. Vonandi kemst nidurstada i thetta fyrir vikulok.
Buid er ad lysa yfir 3 daga sorg i voruhusinu og verda allir ad klaedast svortu i vinnunni a morgun.
Birgir

|

Sunday, October 03, 2004

Stórleikur í gær....
Vorum við í AFC Harpenden að keppa í 1. umferð í bikarnum í gær. Spiluðum við gegn efsta liðinu í deildinni fyrir ofan okkur. Hörkuleikur í alla staði, sannkallaður bikarleikur. Á endanum unnum við 3-2 . Ég kom inná sem varamaður í stöðunni 0-0 á 60. mín ( þjálfarinn var ekkert á því að breyta liðinu sem vann um síðustu helgi 11-1 ). Stuttu seinna komust við yfir 1-0 og svo tók ég mig til og setti næstu 2 mörk... og staðan orðin 3-0. Svo skoruðu þeir 2 mörk á lokakaflanum sem var alger óþarfi, bara svona til að hafa þetta spennandi fyrir áhorfendur.
Svo í gærkveldi var kíkt á beer festival hérna í St. Albans, voru þar smakkaðar ýmsar tegundir af bjór.... miðgóðum reyndar
Kveðja
Birgir

|