Ekki einn í útlöndum anymore....


Sunday, April 15, 2007

Allir í góðum gír í UK

Langt síðan maður hefur skrifað, allt of langt. Allt gott að frétta héðan, Emil er að spjara sig vel og sér maður breytingar hjá honum liggur við frá degi til dags.
Búið að vera alveg þrælgott veður hérna upp á síðkastið, að nálgast toppinn .. var um 25°C hiti í dag og sól og klassaveður.
Í gær fórum við í Willows Farm, sem er einskonar húsdýragarður hérna rétt hjá og áttum þar mjög fínan dag í um 20°C hita og sól ... skoðuðum dýrin, gáfum dýrunum að borða og horfðum á nokkur show með dýrum .. hápunkturinn var svo þræl spennandi rollukapphlaup ...( klikka á til að sjá video, tekur smá tíma að loadast ).
Í dag var deginum eytt í garðinum hjá okkur að chilla ... horft á fótbolta og slappað af. Svo var grillað, eins og við gerðum reyndar í gær.. nú þegar veðrið er farið að vera svona gott, þá verður grillað í aðra hverja máltíð !!

Erum búin að panta flug fyrir Íslandsferð í sumar, mætum á svæðið föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi og verðum á Íslandi í tæpar 3 vikur.
Er stefnan sett á að skíra Emil Óla um verslunarmannahelgina.

Nú eru bara 5 dagar þangað til Pabbi og bræðurnir mæta á svæðið .. verður það alger snilld og komum við án efa með að eiga frábæra helgi og meira til.

Læt þetta duga í bili ... læt heyra í mér fljótlega.
Nýjar myndir komnar hérna til hægri og hérna eru 2 video af Emil ... Emil í baði og Emil krútt

Kveðja frá okkur öllum í UK

Birgir og Co

|