Ekki einn í útlöndum anymore....


Saturday, December 02, 2006

Allt í góðum gír í UK ...
Fór á WHL á sunnudaginn var að sjá Spurs vinna Wigan sannfærandi 3-1 ... alger snilld þar á ferð, klassamörk og ótrúleg skemmtun. Dagurinn var með eindæmum skemmtilegur.
Auður er hætt að vinna, komin í "barneignarfrí" .. þannig að hún ætlar bara að slappa af heima ( ætlar reyndar að vinna eitthvað örlítið að heiman ) fram að fæðingu.
Arnar bro og kona hans Björg eru stödd í UK þessa stundina, nánar tiltekið í London. Ætla þau að kíkja hingað til St Albans í dag og ætlum við Arnar að fara á pöbbinn að horfa á
Ars**** - Tottenham og stelpurnar ætla að fara að versla !! Snilldarplan.
Svo í kvöld er birthday dinner á ítölskum veitingastað hérna í St Albans, Kelly á afmæli .. Verður það eflaust hin mesta gaman ... eitthvað 15 manns út að borða saman ... allt eðalfólk.
Svo á morgun var planið að Arnar og Björg koma hingað aftur og ætlum við að fara með þau á vöffluhúsið ( fyrir þá sem þekkja, er frábær staður ) .. chilla í St Albans og sýna þeim aðeins bæinn og svo stefnum við á að taka þau út að borða í Radlett um kvöldið og henda þeim svo á lestarstöðina að því loknu.
3 vikur til jóla ... ekki nema !!! Farinn að hlakka til að koma á klakann 26.des .. fær maður svo langt og gott frí þar sem við förum ekki aftur til UK fyrr en 7.jan.
Jæja, nóg að sinni .. bið að heilsa
COYS í dag ....
Birgir

|