Ekki einn í útlöndum anymore....


Saturday, September 30, 2006

Komin helgi ... alger snilld.
Vinnuvikan liðin og loksins stutt 2. daga helgi framundan. Þessar helgar líða vanalega alveg svakalega hratt og skil ég ekkert í því að það skuli ekki löngu verið búið að breyta vinnuvikunni í 4 daga og hafa 3. daga helgar. Það væri miklu meira vit í því. Líklega allir sammála því.
Á morgun er maður svo á leið á WHL í annað skiptið á þessu tímabili. Leikur gegn Portsmouth á dagskránni. Vona ég að Spurs síni eitthvað svipað og þeir gerðu á fimmtudaginn þegar þeir unnu Slavia Prag í UEFA Cup til að komast í riðlakeppnina. Spiluðu mínir menn fínan boltá á köflum og voru óheppnir að setja ekki fleiri mörk.
Veðrið er búið að vera alger snilld hérna upp á síðkastið ... komið fram í lok September og hitastigið er enn um og yfir 20° C á daginn .. sem er bara frekar fínt.
Við Auður erum svo með matarboð á Laugardaginn í tilefni af afmæli Auðar, verðum við með 4. í mat þannig að ég er að fara að elda þríréttað fyrir 6 manns.
Matseðilinn lítur einhvern veginn svona út:
Forréttur : Humarsúpa , heitar brauðbollur með.
Aðalréttur : Grillað lambafille , Roasted Kartöflur, Ferskt grískt salat , Vilt/Piparsósa með fullt af steiktum sveppum í , ferskur maís af markaðnum.
Eftirréttur : Val á milli íss með heitri marssósu / berjasósu og fromage ... kemur í ljós í vikunni.
Þessu verður svo skolað niður með hvítvíni og rauðvíni ... Held að þetta líti bara nokkuð vel út.
Ættum að vera komin með nýtt borðstofuborð fyrir matarboðið og svo er stefnan að kaupa nýtt matar og kaffistell um helgina sem ætti að nýtast líka mjög vel.
Annars er bara allt gott að frétta, óléttan gengur sinn gang og allt er í góðu lagi. Einna helst að það virðist sem maginn á mér sé að stækka á sama tíma og maginn á Auði !!! skil ekkert í þessu. Er stefnan sett á að reyna að hlaupa þetta af sér á einn eða annan hátt, en eins og flestir vita... þá er auðvelt að segjast ætla að fara að hlaupa, erfiðara að koma því í verk :o)
Jæja, nóg að sinni. Bestu kveðjur til allra á Íslandi.
Birgir & Co.

|

Sunday, September 24, 2006

Hvað er í gangi !!!
Tímabilið að byrja skelfilega hjá Spurs, höfum náð að skora 2 mörk í 6 leikjum í deildinni !! sem er bara algerlega skelfilegt.
Vorum einstaklega lánlausir í gær gegn L´pool, og 3-0 lokatölur líklega helst til of mikið. J.Jenas náði einhvern veginn að brenna af færi af um 30 cm færi í stöðunni 0-0 , L´pool fer upp völlinn og kemst í 1-0. Hrikalegt.
Það hefði án efa breytt miklu ef auminginn hann Jenas hefði nýtt þetta færi, komast 1-0 yfir á Anfield og ca. 25 mín eftir ( að mig minnir ). En þetta fór á annan veg og víst ekkert hægt að gera í því, bara að taka næsta leik. Eigum UEFA Cup leik á Fimmtudag og svo heimaleik á sunnudag gegn Portsmouth, þar sem maður mætir á WHL.
Annars vorum við Auður að versla okkur nýtt borðstofuborð í gær ásamt 6 stólum... helvíti flott borð sem verður sent til okkar í lok vikunnar eða í næstu.
Svo er ferð í IKEA í dag að fá sér " sænskar " kjötbollur og kíkja á hitt og þetta fyrir heimilið. Einhver veginn grunar mig að við eigum eftir að kaupa mun meira af dóti í IKEA en áætlað er, það er alltaf þannig þegar maður fer í IKEA.
Svo verður bara komið heim og fylgst með lokadeginum í RyderCup !! þar sem USA er að lölla í sig eins og svo oft áður. USA getur bara ekki keppt í golfi sem lið .. á meðan það er einhvern veginn allt annað að horfa á Evrópuúrvalið þar sem allir standa sem einn og koma fyrir sem lið.
Staðan er 10-6 fyrir lokadaginn, og spái ég sigri Evrópu 17 1/2 - 10 1/2 ... semsagt 7 1/2 - 4 1/2 á lokadeginum í singles.
Kveðjur frá UK að sinni.
Birgir

|