Ekki einn í útlöndum anymore....


Sunday, January 29, 2006

Jæja, þá erum við búin að mála
og þvílíkur munur er á stofunni.... þetta er bara allt annað dæmi. Núna erum við einmitt að horfa ógeðisaugum á þetta rauða teppi sem er hérna í stofunni og erum mikið að spá í að kaupa smelliparket og skella á gólfið..... Ættum að geta skellt nýju gólfefni með öllu tilheyrandi á gólfið fyrir rúmlega £ 200 . Ætli það verði ekki ráðist í gólfið frekar fyrr en síðar. Svo þegar það verður komið, er bara að bíða eftir nýja sófanum sem ætti að koma innan næstu 7 vikna !!! jamm, þegar við keyptum sófann, var okkur sagt að sófinn gæti komið eftir 2-10 vikur.. en svona er þetta bara.
En þá verður líka stofan orðin rosalega flott..... með nýjum gólfefnum, veggfóður af og allt nýmálað, nýtt 32" LCD sjónvarp og svo glæsilegur sófi.
Ætlum einmitt að kíkja í IKEA í dag að skoða smelliparket þar... og kannski eitthvað fleira... spurning með að smella sér á sænskar kjötbollur í mötuneytinu þeirra !!! ef röðin er ekki klikkuð.
Svo verður hlustað á netinu á leikinn í dag... Ísland - Ungverjaland... Ef einhver veit um erlenda stöð sem er að sýna frá EM í handbolta og getur fundið Frequency ( GHz ) fyrir þá stöð væri það alger snilld... það er nefnilega hægt að adda inn stöðvum í SKY + ef maður veit Frequency viðkomandi stövar.
Svo var litli frændi loksins skírður í gær.... Eiður Áki var nafnið sem hann fékk. Til hamingju fjölskyldan í Hlynsölum 8.
Kveðja að sinni. Birgir

|