Ekki einn í útlöndum anymore....


Tuesday, December 06, 2005

Aðeins að skána veðrið hérna....
hitastigið á uppleið eftir skítakulda hérna í nokkrar vikur !!!
Annars hefur lítið verið að gerast hérna upp á síðkastið , búinn að vera feikilega duglegur að versla jólagjafir, nánast allar gjafir komnar í hús sem er hið besta mál.
Fór í afmælispartý til Kelly á laugardaginn , var alveg frábært kvöld. Endaði allur hópurinn á því að fara á Batchwood.
Nú eru aðeins 2 vikur þangað til ég mæti til Íslands, ekki hægt að neita því að mér er farið að hlakka verulega til.
Maður er búinn að vera lítið heima hjá sér upp á síðkastið , og lítur út fyrir að maður fara bara að flytja þá og þegar.. engin ástæða að vera að borga leigu fyrir eitthvað sem maður notar ekki !!! kíki á þetta á nýju ári.
Vinnan er hrikalega busy , og stocktake handan við hornið.. verður hrikalegur laugardagur þar á ferð. Á að telja 17. desember og laugardegi og erum við með alveg svakalega mikið af stock um þessar mundir, nýjustu tölur eru um 230.000 stk sem eru til hérna... sem er fáránlega mikið.
Ætla að reyna að baka nokkrar smákökur um næstu helgi , skella mér á súkkulaðibitakökur alla vega til að byrja með. Sjá svo til hvort að maður baki ekki eitthvað meira...
Svo verður maður að fara að kíkja hvað sé í boði á WHL á nýju ári, farið að vera langt síðan maður fór á völlinn !!! alveg hrikalegt. Bara einn " stórleikur " eftir á WHL á þessu tímabili, þegar Man Utd kemur í heimsókn einhvern tímann í apríl.... var einmitt að reyna að plata Gústa til að kíkja yfir frá Svíþjóð og fara á völlinn með mér :o)
Kveðja þangað til næst
Birgir

|