Ekki einn í útlöndum anymore....


Friday, May 05, 2006



Nú er að duga eða drepast.....

Nú fær maður að sjá hvað er spunnið í Spurs. Stórleikur á sunnudag. Mikilvægasti leikur Spurs síðan á vormánuðum 1856.
West Ham - Tottenham Hotspur á Upton Park í London , sunnudaginn 07.05.2006 ..... must win fyrir mína menn. Ef Tottenham vinnur leikinn, endum við í 4ja sætinu í deildinni sem verður að teljast vera alveg stórfenglegur árangur á tímabilinu, og í bónus værum við fyrir ofan Arsenal í töflunni !!! Mikil spenna framundan, efast einhvern veginn að maður geti horft á þetta í imbanum, þar sem umfjöllun um enska boltann er lélegri hérna í UK heldur en á Íslandi... ótal reglur um hvenær má vera með beinar útsendinar og hvenær ekki.. alveg lamað.
Annars var alger snilld að fara á WHL á sunnudaginn var, sigur og svo svaka hátíð eftir leikinn á leikvanginum, verðlaun fyrir besta unga leikmanninn á tímabilinu ( Aaron Lennon ) , besti leikmaðurinn ( Robbie Keane ) og svo komu allir leikmenn Spurs og löbbuðu hring á vellinum að þakka fyrir stuðninginn á WHL í vetur ... alger snilld og maður fékk bara gæsahúð.
Annars er bara allt alveg á fullu núna í vinnunni að græja flutninginn sem verður um aðra helgi, margt sem maður þarf að vera að standa í. Maður er alveg á fullu núna að eyða peningum til að kaupa hitt og þetta fyrir nýja vöruhúsið.. bara frekar gaman að vera að versla alveg eins og óð "kona" heheh.
Við Auður erum síðan að fara í vinnupartý upp í Northampton á morgun.. verður eitthvað fjör þar á diskókvöldi hjá AT Toolcentre .. erum með bókað hótelherbergi einhvers staðar þarna nálægt staðnum, maður á auðvitað ekki eftir að þekkja nokkra sálu þarna fyrir utan Auði þannig að þetta verður athyglisvert kvöld.
Svo er bara sumarið komið.. rúmlega 20 stigi hiti búinn að vera hérna síðustu 2 daga ... alger snilld. Vonar maður bara að þetta sé það sem koma skal í sumar...
Svo styttist í Egyptaland.. jibbbbbíííí , annars var víst eitthvað verið að bomba þarna um daginn, og það bara í bænum sem er hliðina á þar sem við erum að fara, en við erum ekkert að láta þetta á okkur fá , eins og sagt er " það slær aldrei eldingu niður á sama staðnum tvisvar " !!! vona bara að þetta eigi eftir að vera í lagi.
Jæja, best að snúa sér að grillinu á nýjan leik, sit hérna úti í garði í tæplega 20 stiga hita og engri sól... að fara að grilla íslenskt lambafille sem verður serverað með bökuðum kartöflum , grilluðu grænmeti, piparsveppasósu og hvítlaukssmjöri ... frekar girnilegt.
Kveðja að sinni frá UK
Birgir

|

Sunday, April 30, 2006



Stress , stress ,
stress og meira stress

Það er ekki hægt að neita því að maður er með smá fiðring í maganum yfir leiknum í dag. Ég og Svenni félagi minn erum að fara á völlinn , að sjá einhvern mikilvægasta leik á WHL í langan tíma. Spurs - Bolton byrjar kl. 16.00 að enskum tíma... Verðum við mættir tímalega á Bell & Hare í einn kaldan fyrir leik.
Annars er bara búið að slappa vel af hérna um helgina so far, löng helgi !! Fórum til Watford í gær að versla aðeins, tók Svenna í búð sem heitir Primark og er í Watford og náði hann að versla góðan slatta þar. Þessi búð er svo hlægilega ódýr að hálfa væri nóg. Tókst Svenna að fylla 4 risastóra innkaupapoka !! fyrir í rauninni bara slikk.
Svo er búið að vera að grilla hérna hægri vinstri síðustu daga. Grillaðar kjúklingabringur voru í matinn á föstudaginn og svo fengum við okkur íslenskt grillað lambalæri í gær með öllu tilheyrandi gúmulaði.
Svo keypti ég í gær webcam og betra headset til að nota í tölvunni.. mun þægilegra en að halda á skype símanum þegar maður er að tala við einhvern.
Kveðja að sinni frá UK
COYS ...
Birgir

|