Ekki einn í útlöndum anymore....


Thursday, August 31, 2006

Þú ert drekinn !!!!
Ekki mjög svo skemmtilegur dagur í dag. Fyrirtækið er að breyta ýmsum áherslum, á t.d. að fara að senda meira af vörum beint frá Þýskalandi til kúnnanna okkar í Evrópu, sem mun gera lífið hjá okkur rólegra. Þ.a.l. fækkuðum við í liðinu í vöruhúsinu í dag um 2 starfsmenn. Ekki mjög gaman að reka 2 starfsmenn, sem höfðu staðið sig mjög vel. Þeir voru þeir 2 með stystan starfsaldur í vöruhúsinu. Urðu þeir frekar súrir og fúlir yfir fréttunum.. skiljanlega.
Ekkert gaman að reka starfsfólk, hvað þá 2 á sama deginum !!! Þurfti meira að segja að fara heim til annars þeirra þar sem hann var í sumarfríi.. ömurlegt.
Annars er nýr starfsmaður svo að fara að byrja í vöruhúsinu á morgun, minn sérlegur aðstoðarmaður sem á að hjálpa mér með allan daglegan rekstur þarna.. þetta er einhver fertugur kall með mikla reynslu ( spurning hvort að ég verði næstur í röðinni að vera ( drekinn ) .. og þeir búnir að ráða eftirmann minn !!! aldrei að vita.
Annars svaka fréttir frá leikmannakaupum á Englandi í dag .... West Ham af öllum liðum að kaupa 2 af eftirsóttustu leikmönnum heims ( Tevez og Mascarena ) !! frekar skrítið mál allt saman, hvernig í veröldinni náðu þeir að fjármagna þessi kaup, og af hverju að velja West Ham þegar þú getur valið um Arsenal, Man Utd, AC Milan, Valencia, Chelsea, Real Madrid og fleiri stórlið ... alveg stórfurðulegt mál allt saman. Allar upphæðir og details á að vera top secret sem gerir þetta bara ennþá meira furðulegt... einhver maðkur í mysunni.
Annars keyptu Spurs í dag einn leikmann, Steed Malbranque .. ánægður með það. Pascal Chimbonda er víst í viðræðum við Spurs, vonandi klárast það fyrir miðnætti og svo aðal skúbbið, þá yfirgaf S.Downing æfingasvæði Englands í dag ( kannski til að ræða málið við Spurs ) væri það alveg meiriháttar að ná að kaupa hann... öflugur vinstri kantari.
Jæja... rúmur klukkutími til stefnu, maður bara krossleggur fingur ... og vonar eftir alla vega einum nýjum leikmanni í viðbót ..
Kveðja frá UK
Birgir

|

Wednesday, August 30, 2006

Aðeins einn dagur
þangað til félagsskiptaglugginn lokar á Englandi .....
Las maður í fréttum í morgun að það væri svo til búið að ganga frá kaupum á Pascal Chimbonda og Steed Malbranque. Líst mér alveg stórvel á það ef af verður, en maður er nú svosem rólegur yfir þessu þangað til þetta fæst staðfest á official spurs website ... þangað til er þetta bara sögusagnir.
En ef af þessu verður, þá held ég að ég sé þokkalega sáttur við liðið sem M.Jol myndi vera með í höndunum.
--------------- Paul Robinson -----------------------
P.Chimbonda --- L.King --- M.Dawson --- Ekotto
A.Lennon ---- Zakora ---- Jenas / Tainio ----- Malbranque
-----------Keane / Defoe ------Berbatov / Mido ----------

Líst mér bara helvíti vel á þetta lið. 5 nýjir menn frá síðasta tímabili, þannig að það tekur kannski smá tíma að láta þetta allt smella.
Byrjunin á tímabilinu hefur nú ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir, en eins og sagt er " fall er fararheill " og vona ég að það komi til með að vera málið.
Stefnan er sett hátt, og vonast maður til að liðið verði í baráttunni um Meistaradeildarsæti eins og á síðasta tímabili... svo geta Spurs alltaf tekið Everton syndromið á þetta !!! aldrei að vita.
UEFA cup verður á WHL þetta tímabilið og komum við til með að spila gegn Slavia Prag þann 14.sep úti og svo 28.sep heima. Sigurliðið úr þessum viðureignum kemst svo áfram í riðlakeppnina. Spennandi tímar framundan í Evrópu, en Spurs hefur ekki verið að spila í Evrópukeppni síðan árið 2000 .. þá duttum við út gegn Kaisernlautern ( Youri Djorkaeff sigraði okkur ) ...
Jæja, nóg komið af fótboltahugsunum í bili ..... :o)

|