Ekki einn í útlöndum anymore....


Monday, October 03, 2005

Halló.... halló
Hvað segja svo landsmenn gott ?
Var að setja inn nokkrar myndir frá Weekend at Dave´s !!!! frekar svalur dagur :)
Var einmitt að koma heim nýlega eftir að hafa fengið mér djúsí sveppaborgara á Barney´s !!!! alger snilld fyrir þá sem þekkja til Barney´s.
Sævar og Pabbi .... það er einmitt búið að plana Barney´s kvöldverð fimmtudaginn eftir að þið komið hingað.... og þið hafið ekkert að segja um það...
Klukkan er núna að verða 02.00 ... byrjaði á þessu bloggi fyrir ca. 4 tímum síðan.. hehhehe . Meira ruglið.
Come on U Spurs !!!!! Champ league á næsta seasoni , ekki spurning ;o)
Kv. Birgir

|

Sunday, October 02, 2005

Stuðleikur í gær...
Vorum að spila í deildinni í gær og var þetta svakalegur leikur svo ekki sé meira sagt... veðrið var ekkert sérstakt og var rok og rigning með köflum í leiknum.
Vorum við að spila ágætlega í fyrri hálfleik en vörnin var algerlega sofandi og fengum við á okkur 3 mörk sem voru öll mjög keimlík... stungusending og mark.. og við þ.a.l. undir í hálfleik 0-3 !!!
Var ákveðið að taka almennilega á því í seinni hálfleik og gerðum við það , ég fiskaði víti fljótlega í seinni hálfleik og við skoruðum , 1-3 .. stuttu síðar skoraði ég og minnkaði muninn í 2-3 og svo 5 mínutum síðar var sending frá mér skölluð í netið og við búnir að jafna 3-3 .... svo var allt í járnum í góðan tíma, en svo kom enn ein stungusendingin hjá hinum og þeir skoruðu 3-4 ... og svo þegar 5 mínútur voru eftir fengu þeir víti, en skutu í stöng... en þegar 2 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fiskaði ég annað víti og við jöfnuðum 4-4 .. hörkuleikur.
Er á leiðinni í IKEA núna , kaupa mér kommóðu .... vonast til að koma heim í tíma til að sjá eitthvað af L´pool - Chelsea !!!!
Snilldarúrslit hjá Spurs í gær... komnir í 2-3 sætið í deildinni sem er alger rífandi snilld.
Best að fara að koma sér í IKEA
Kveðja til Íslands , Birgir

|