Ekki einn í útlöndum anymore....


Saturday, August 26, 2006


Heilir og sælir..
Hér er ég mættur aftur á nýjan leik !
Ekki mikið búið að gerast undanfarið fyrir utan það að ég verð pabbi á næsta ári ( feb/mar ) . Myndin hér til hægri er reyndar bara stolið af netinu.
Við áttum þetta líka fína frí á Íslandi í rúmar 2 vikur og höfðum það alveg svakalega gott.
Svo var bara mætt í real life á nýjan leik eftir fríið. Vinnan er að ganga svona la la .. lítið að gera í vinnunni. Smá erfiðleikar með pening. Stjórnvöld eru með herferð gegn VAT svikum í GSM og tölvukubbabransanum og þó við séum að gera allt eftir bókinni þá er fyrirtækið mitt að blæða fyrir það að vera í þessum bransa. Og er VAT núna að halda eftir fullt af pening hjá mörgum fyrirtækjum hérna og eigum við hjá þeim góðan slatta. Þannig að það hefur ekki verið mikið að gera í símadílum undanfarnar vikur.
Svo fórum við í brúðkaup til Wayne og Kelly um síðustu helgi og var það alveg meiriháttar fjör. Var brúðkaupið kl. 14.00 og stóð gleðin langt fram á nótt. Var þetta alveg meiriháttar og fóru svo brúðhjónin í brúðkaupsferð daginn eftir til Balí í 2 vikur !! örugglega frekar nice.
Yfir í fótboltann, þá er maður á leið á WHL í "FYRSTA" skiptið á þessu tímabili og örugglega ekki það síðasta eftir 3 vikur að sjá Spurs - Fulham. Einmitt hópferð hjá Spurs klúbbnum á Íslandi á þennan leik, þannig að maður hittir fleiri íslenska Spursara. Svo um síðustu helgi var mér boðið á Stamford Bridge að sjá Chelsea - Man City, ágætis leikur en einhvern veginn var þetta ekkert svo svakalegt þar sem manni stóð alveg á sama. Allt annað að fara á leik á WHL.
Leiknismenn svo gott sem búnir að tryggja veru sína í 1. deild að ári, þarf ótrúlega mikið að gerast til að Leiknir falli en aldrei að segja aldrei. Bara klára mótið með stæl.
Ætli ég láti þetta ekki duga í bili... ÉG LOFA AÐ SKRIFA OFTAR HÉRNA INN.
Bestu kveðjur frá UK
Birgir

|