
Heilir og sælir..
Hér er ég mættur aftur á nýjan leik !
Ekki mikið búið að gerast undanfarið fyrir utan það að ég verð pabbi á næsta ári ( feb/mar ) . Myndin hér til hægri er reyndar bara stolið af netinu.
Við áttum þetta líka fína frí á Íslandi í rúmar 2 vikur og höfðum það alveg svakalega gott.
Svo var bara mætt í real life á nýjan leik eftir fríið. Vinnan er að ganga svona la la .. lítið að gera í vinnunni. Smá erfiðleikar með pening. Stjórnvöld eru með herferð gegn VAT svikum í GSM og tölvukubbabransanum og þó við séum að gera allt eftir bókinni þá er fyrirtækið mitt að blæða fyrir það að vera í þessum bransa. Og er VAT núna að halda eftir fullt af pening hjá mörgum fyrirtækjum hérna og eigum við hjá þeim góðan slatta. Þannig að þa

Svo fórum við í brúðkaup til Wayne og Kelly um síðustu helgi og var það alveg meiriháttar fjör. Var brúðkaupið kl. 14.00 og stóð gleðin langt fram á nótt. Var þetta alveg meiriháttar og fóru svo brúðhjónin í brúðkaupsferð daginn eftir til Balí í 2 vikur !! örugglega frekar nice.
Yfir í fótboltann, þá er maður á leið á WHL í "FYRSTA" skiptið á þessu tímabili og örugglega ekki það síðasta eftir 3 vikur að sjá Spurs - Fulham. Einmitt hópferð hjá Spurs klúbbnum á Íslandi á þennan leik, þannig að maður hittir fleiri íslenska Spursara. Svo um síðustu helgi var mér boðið á Stamford Bridge að sjá Chelsea - Man City, ágætis leikur en einhvern veginn var þetta ekkert svo svakalegt þar sem manni stóð alveg á sama. Allt annað að fara á leik á WHL.
Leiknismenn svo gott sem búnir að tryggja veru sína í 1. deild að ári, þarf ótrúlega mikið að gerast til að Leiknir falli en aldrei að segja aldrei. Bara klára mótið með stæl.
Ætli ég láti þetta ekki duga í bili... ÉG LOFA AÐ SKRIFA OFTAR HÉRNA INN.
Bestu kveðjur frá UK
Birgir