Ekki einn í útlöndum anymore....


Friday, January 19, 2007

Hæ öll .... ég heiti
smá video ef smellt er á nafnið
Þá er nafnið loksins komið á hreint, þurfti smá samningaviðræður þar sem Tiana vildi hafa eitthvað um nafnið að segja. Og valdi hún að lokum millinafnið Óli, og við Auður ákváðum Emil !!! .
Og svona aukreitis þá er nafnið Emil komið úr dönsku, og þangað kom það af latneska ættarheitinu "Aemilus" sem merkir " Vingjarnlegur "
Auður verður svo útskrifuð af spítalanum á morgun, laugardag. Þannig að þá taka við eintómar ferðir milli St. Albans og Watford þangað til Emil verður útskrifaður. Svo sem í lagi, um 30 mínútna akstur á milli.
Svo eru nýjar myndir hérna til hægri ..... og nokkur video hér að neðan...
Video 1
Video 2
Video 3

Video 4
Kveðja frá UK ... Birgir , Auður, Tiana Ósk og Emil Óli.

|

Wednesday, January 17, 2007


Hæ öll ..
Takk kærlega fyrir
hamingju-
óskirnar.
Öllum heilsast mjög vel og er
litli kallinn farinn drekka hjá Auði
og er allur að braggast.
Henti inn nokkrum nýjum myndum
hér til hliðar ... og svo eru hérna
3 video.
Video 1
Video 2
Video 3
Bestu kveðjur frá UK
Birgir og Fjölskylda

|

Monday, January 15, 2007

Ég er orðinn pabbi .... I´m a dad
Þetta gerðist líka svona svakalega hratt í dag. Það fór eitthvað að blæða hjá Auði um hálfþrjúleytið og hún hringdi í mig. Ég brunaði heim í einum grænum hvelli. Brunaði svo til Watford með Auði á spítalann. Þegar þangað var komið var Auður tengd við mónitora og læknar að reyna að finna út hvað væri í gangi..
Þeir héldu að blæðingin væri hætt, en svo var bara ekki .... það hélt áfram að blæða og svo um klukkan 4.45 , var sú ákvörðun tekin að taka barnið með keisaraskurð í einum grænum hvelli. Auði var rúllað í burtu og ég þurfti að sitja eftir og bíða. Svo um hálftíma seinna kom hjúkkan og sagði mér að ég hefði eignast strák og honum heilsaðist vel og Auður var í lagi líka. Fór ég að sjá strákinn ( Auður enn sofandi eftir svæfinguna ) og fékk maður alveg kökk í hálsinn og tár í augun af gleði .... Auður og ég kíktum svo á litla kútinn áður en ég fór heim og var hann allur að braggast. Verður samt á þessari vökudeild fyrst um sinn.
Setti inn nokkrar myndir .. hægt að sjá með að smella hægra megin ( myndaalbúm )
Pictures here to right ... click on "myndaalbúm"
Kveðja frá UK ... Birgir og fjölskylda

|