Ekki einn í útlöndum anymore....


Wednesday, November 01, 2006

Óléttufréttir - Óléttufréttir - Óléttufréttir
Allt í góðu í óléttunni, Auður hefur það bara alveg ágætt.
Hún fór til ljósmóðurinnar í dag og fékk að vita að allt væri í fínu lagi og barnið væri " chubby " .. semsagt búttað barn. :) heheh



Kv
Birgir

|

Tuesday, October 31, 2006

Gaman gaman framundan...
5. Nóv , Spurs - Chelsea
8. Nóv , Spurs - Port Vale ( Carling Cup )
26. Nóv , Spurs - Wigan
14. Des , Spurs - Dinamo Búkarest ( UEFA CUP )

Búinn að festa kaup á miða á alla þessa leiki .. þannig að það er sannkölluð Spursveisla framundan :)

|

Sunday, October 29, 2006

Kostir og gallar....
Já, það eru ýmsir kostir og gallar við að búa erlendis .. ákvað að smella inn smá lista hérna.

Kostir

24 dósir af bjór kosta aðeins um 1.500 kall í búðinni.

Að fara tvö út að borða með smá rauðvíni á fínum stað kostar ekki 20.000 .. frekar nær 5.000

Hægt að vera á stuttbuxum yfir sumarið í fleiri en 3 daga !!! um og yfir 20°C stiga hiti hérna frá Apríl - Sept

Maður þarf kannski að skafa framrúðuna á bílnum hjá sér 4-5 sinnum yfir veturinn, og engar þarf maður að hafa áhyggjur af snjó og hálku.

Ódýrt og fljótlegt að ferðast svo til hvert sem er í Evrópu.

Hægt að fara á pöbbinn hvaða dag vikunnar án þess að fá á sig einhvern stimpil að maður sé fyllibytta ( pöbbamenningin hérna frekar cool )

Stutt og ódýrt að fara á völlinn ... miði + lest og ferðalagið tekur aðeins um 1 klst .. og það að sjá alvöru leik með 36.000 áhorfendum, á WHL auðvitað.

Hægt að kaupa fínan bíl hérna á 50.000 kall .... sem myndi kosta um 400.000 á Íslandi.

Mun ódýrara að lifa hérna ... að kaupa í matinn kostar ekki 20.000 !!!



Gallar

Garðyrkja svo til allan ársins hring !!! var að enda við að slá garðinn í endann á Október !! hvað er það.

Hvergi hægt að kaupa eina pylsu með öllu.

Þegar maður er búinn að vera í heitri sturtu í nokkrar mínútur, með sjampó í hárinu og allur í sápu ... Þá klárast heita vatnið !!! hrikalegt.

Hvergi hægt að fara í notalega, heita og hreina útisundlaug og heitan pott.

Ekki hægt að fylgjast með enska boltanum í sjónvarpinu á laugardögum milli 2 og 4 .. á meðan hægt er að velja um 6 leiki á Íslandi !! meiri ruglreglurnar hérna.

Hvergi hægt að kaupa alvöru lakkrís, bretar bara borða ekki lakkrís.

Hvergi að sjá eitthvað landslag hérna ... enginn fjöll engar hæðir, engir dalir .. ekkert nema flatlendi. Maður saknar stundum fjallanna.

Aðeins 2 vikur í feðraorlof .... og það á 100 pundum á viku !! meira ruglið.

Kostar um 80.000 + að vera með barn á leikskóla pr. mánuð !!! hvað er það eiginlega

Teppi og veggfóður út um allt, hrikalega ljótt .... meira að segja teppi stundum á klósettunum hérna !!! meira lífríkið sem er í því teppi.

Vinir og fjölskylda langt í burtu ... :o(

... Man ekki meira að svo stöddu , bæti kannski inn einhverju sem mér dettur í hug. Ef einhver er með tillögu að einhverju sem ég er að gleyma, endilega að smella því í comment !!

Kveðja frá UK
Birgir

|