Ekki einn í útlöndum anymore....


Monday, February 20, 2006

Egyptaland.... here I come.
Hefur stefnan verið sett á sumarfrí... eða mætti kalla það fyrir sumarfrí til Egyptalands í lok Maí ... Um er að ræða stað sem heitir Sharm El Sheikh, ætlum við að fara í svokallað
" All inclusive frí " þar sem hægt verður að borða og drekka eins og maður getur ofaní sig látið frítt á meðan á dvöl stendur... Manni er bara farið að hlakka til ...
Annars er bara allt í góðum gír hérna .. þorrablótið um næstu helgi sem verður örugglega mjög gaman.
Svo kíktum við í dýragarð um helgina , dýragarð sem er ekkert langt frá St. Albans. Var þar heilsað upp á fíla, sebrahesta, flóðhesta, nashyrninga, Gíraffa, Sæljón svo eitthvað sé nefnt. Mjög skemmtilegur dagur í alla staði.
Vinnan gengur sinn gang, 2 nýjir guttar byrjuðu í vöruhúsinu hjá mér í dag... báðir lofa góðu fyrir framhaldið. Ekkert smá erfitt að fá eitthvað fólk í vinnu hérna sem er með eitthvað á milli eyrnanna !!! það er sko hægara sagt en gert.
Ísland - Trinidad og Tobago er svo á Loftus Road á þriðjudaginn eftir viku... verður skellt sér á völlinn að sjálfsögðu að styðja við bakið á sínum mönnum....
Svo erum við búin að ákveða að parketleggja stofuna helgina 11-12 mars næstkomandi... og eftir það á húsið eftir að líta alveg stórvel út miðað við þegar Auður keypti það. Þessir tjallar eru alveg ótrúlegir þegar kemur að því að innrétta og svoleiðis hérna... Vala Matt fengi örugglega taugaáfall yfir mörgum húsunum hérna og hvernig það lítur út inni í húsunum... alveg skelfilega ljótt á svo mörgum stöðum.
McDonalds er að renna í hlaðinn... best að skella eins og einum borgara í sig, enda alveg glorsoltinn.
Kveðja að sinni frá UK..
Birgir

|