Ekki einn í útlöndum anymore....


Thursday, May 05, 2005

Langt síðan maður hefur
skrifað nokkrar línur hérna...
Annars er lítið búið að vera að gerast eins og venjulega líklega.... Það var löng helgi um síðustu helgi og var það hin besta helgi.. Var aðeins kíkt út, slappað af.. og maður var að gera hluti sem höfðu setið á hakanum í einhvern tíma..
Búið að vera frekar busy hérna í vinnunni það sem af er viku, rólegt í dag en það er held ég bara vegna þess að það er frí út um alla Evrópu.. nema í UK !!!
Kíkti samt á báða undanúrslitaleikina í Champ League.. og verð ég að segja að leikur PSV -AC Milan var mun skemmtilegri. Það kom svo í ljós í gær eftir að myndir frá Liverpool - Chelsea höfðu verið settar inn í sérstaka tölvu að boltinn var ekki kominn yfir línuna.. þannig að þetta hefði aldrei átt að vera mark.. Var ekki einu sinni nálægt því. Bara svona svipað og þegar Spurs skoraði gegn Man. Utd. á Old Trafford fyrr á tímabilinu.
Um helgina verður svo farið í skemmtiferð til Bournemouth :o) verður það eflaust brjálað stuð.. förum eftir vinnu á föstudaginn og komum tilbaka á sunnudag. Vona bara að veðrið verði ágætt þarna yfir helgina. En alla vega verður líklega aðeins tekið á því yfir helgina í Bournemouth, nokkrar öllarar verða við höndina..
Jæja.. bið að heilsa
Birgir

|