Ekki einn í útlöndum anymore....


Wednesday, January 25, 2006

Mættur á nýjan leik....
Ekki mikið búið að vera að gerast upp á síðkastið... við Auður höfum verið að rífa veggfóður af stofunni og gera klárt fyrir málningu. Þessir Bretar eru alveg óborganlegir þegar það kemur að veggfóðri. Nógu slæmt er veggfóðrið sjálft, að ekki bætir úr skák að veggfóðrið er oftast nær alveg skelfilega ljótt !!!
Á stofan eftir að vera alveg glimrandi flott eftir þessar breytingar.. þá er bara eftir að skipta um gólfefni á stofunni, henda út þessu " rauða " teppi sem er eiginlega ljótara en allt. Er stefnan sett á að kaupa eitthvað einfalt smelluparket og henda á gólfið. Maður ætti nú að ráða við það.
Fann nýjan leigjanda fyrir herbergið mitt, verður gengið frá því um helgina. Gott að vera laus við þann bagga að standa í því.
Svo erum við á leið á Barney´s á morgun í mat með Wayne og Kelly... farið að hlakka til. Langt síðan maður hefur bragðað á snilldarmat frá Barney´s !!! Maður er strax farinn að spá í matseðilinn og hvað maður á að fá sér :)
Svo er komið á hreint loksins að Strax er að fara að flytja. Stefnan sett á flutning um mánaðarmótin Mars / Apríl.. í húsnæði sem verður 3-4 sinnum stærra fyrir lager. Fer einmitt til Þýskalands fjótlega að skoða húsnæði Strax / More þar. Verður gaman að sjá eitthvað öðruvísi og hvernig þetta er gert þar.
Jæja, Desperate Housewifes að fara að byrja... maður má ekki missa af því.
Kveðja frá UK
Birgir

|