Ekki einn í útlöndum anymore....


Tuesday, September 14, 2004

England again...
Þá er maður mættur til St. Albans á nýjan leik... og ekki kom maður hingað í góða veðrið. Búið að vera rok hér í dag og skítakuldi.
Annars eftir að maður kom í gær beið mín bréf heima sem sagði að ég þyrfti að flytja út fyrir 30 . sept. !!!! rúmar 2 vikur, sá ég svo mér til mikillar gleði að það hafði verið skrifað aftan á umslagið að við hefðum tíma til loka október... mun betra. Konan sem á húsið er að fara að selja og var henni ráðlagt að hafa húsið tómt fyrir hugsanlega kaupendur..
Þannig að maður fór bara að stúfana í dag og tjékka á íbúðum.... er nefnilega að spá í að borga mun meira og vera þá með litla íbúð... Þá er maður sinn eigin herra og fær alla vega næði...
Skoðaði eina áðan sem mér leist mjög vel á !!! ekki nema 695 pund á mánuði !! + vatn, gas, fasteignagjöld o.fl.. þannig að ekki er þetta ódýrt. Stefni á að tala við bossinn á morgun og sjá hvað hann segir þar sem allt er nú frekar mikið breytt hérna hjá manni. Ætla samt ekki að fara að binda mig við einhverja íbúð nema vera með solid laun til þess..... ætla ekki að fara að lenda í einhverju rugli hérna.
Þangað til næst
Birgir

|

Sunday, September 12, 2004

Jæja.....
Þá er fríið að klárast !! Maður er á heimleið á morgun. Búinn að vera fínn tími hérna.. alltaf jafn gott að koma heim og hitta vini og fjölskyldu.. Maður finnur þá hve mikið maður saknar þess þegar maður er úti. En, svona er þetta bara. Er einhvern veginn samt á því þessa stundina að ég komi heim fyrr en síðar... Þetta verður allt skoðað nánar þegar til Englands er komið aftur !!! Maður setur málin í ítarlega naflaskoðun og metur og vegur alla þætti.... og svo er bara að sjá hver útkoman verður..... Maður er jú að fara að .... já , byrja " nýtt " líf þarna úti. Hlutirnir verða öðruvísi og maður verður bara að sjá til hvernig allt þróast... Og ef þetta er ekki að ganga... þá kemur maður bara heim til Íslands... ;) ( fyndið hvað maður getur notað orðin "heima , heim " mikið.... hvað er hvað !?! ISL / ENG
Byrja ekki að vinna aftur fyrr en á miðvikudaginn sem er alger snilld !!! alltaf gott að eiga x-tra frídag eftir að úr fríi er komið....
Þangað til næst.... sem verða fréttir frá Englandi
Birgir

|