Ekki einn í útlöndum anymore....


Saturday, March 04, 2006

Skítakuldi hérna í UK þessa stundina. Búið að vera einhver frostharka hérna undanfarið , held að það séu að blása einhverjir Síberíuvindar hérna yfir UK... maður hefur þurft að skafa bílinn á hverjum einasta morgni í rúma viku. Verður gott að komast í frí í lok Maí til Egyptalands. Við erum búin að ákveða stað og búin að bóka. Á þetta eftir að verða alger snilldar vika, slappa af og liggja í sólinni.
Svo fer að byrja núna tímabilið þar sem ég ætla að kaupa miða á White Hart Lane. Þarf að kaupa miða á mánudaginn á Spurs - Man. City ..
Svo er Pabbi gamli á leiðinni í heimsókn, enn einu sinni. Ætlum við að sjá saman
Spurs - Man. Utd á annan í páskum..
Var skellt sér á Þorrablótið um síðustu helgi og var það alveg ágætis skemmtun. Páll Óskar og Milljónamæringarnir voru að spila fyrir dansi en það vantaði eitthvað upp á stemmninguna á svæðinu. Var meiri stemmari í fyrra en engu að síður var þetta mjög gaman og nóg af íslenskum mat á boðstólnum. Var margt um manninn og nokkrar knattspyrnustjörnur frá svæðinu létu sjá sig á svæðinu.
Á þriðjudaginn fór ég síðan niður í London að sjá vinnuáttulandsleik milli Íslands og Trinitad og Tobaco. Sigur hjá T&T 2-0 varð staðreynd og átti íslenska liðið ekki góðan leik. Góð stemmning í áhorfendum frá T&T sem voru að dansa og spila tónlist allan leikinn.
Kveðja að sinni frá St. Albans
Birgir

|