Ekki einn í útlöndum anymore....


Monday, July 03, 2006

Á lífi..... en bara naumlega...
Kom frá Póllandi um miðnætti í gær og er í fríi í dag til að jafna mig og safna upp smá orku.
Steggjagleðin hjá Wayne var í Póllandi um helgina og var alveg meiriháttar gaman þar. Vorum 16 strákar þarna þegar mest var.
Lagt var í hann frá Luton á fimmtudags eftirmiðdag og lent í Póllandi um 22.00 að staðartíma, tjékkuðum okkur inn á hótelið, tókum okkur aðeins til og út á lífið var farið. Vorum við með guide þetta fyrsta kvöld sem fór með okkur á einhverja 3 staði og var komið aftur á hótel í morgunsárið .. ( um 05.00 held ég ) ... Vaknað snemma á föstudeginum .. menn við misjafna heilsu, farið í morgunmat og svo var það 2 tímar í paintball ... ótrúlega gaman.
Menn tóku sig svo til eftir paintballið og var farið á pöbbinn, fá sér að borða og nokkrir öllarar.. svo var farið í bæinn um kveldið. Aftur var komið heim í morgunsárið ... sólin að koma upp og fuglarnir farnir að syngja. Háttatími um 06.00. Snemma á laugardeginum var svo farið á shooting range , og skutum við úr 2 skammbyssum og semi automatic vélbyssu ... skemmtileg reynsla það. Svo var farið út að borða... og þá var kominn tími á að fara á írskan pöbb rétt hjá hótelinu að horfa á England - Portúgal !!! Áttum við pöntuð borð á besta stað í húsinu. Var drukkið og trallað þar .. en þegar úrslit lágu fyrir, voru það aðallega tár sem flæddu á barnum. En það þýðir víst ekkert að gráta gvend, út að skemmta sér var farið á nýjan leik. Kom ég heim í fyrri kantinum þetta kvöldið, var bara alveg búinn á því og var ég að skríða í bólið um 03.00 ... svo var vaknað á sunnudeginu, tjékka sig út af hótelinu og farið í Go-Cart .... mjög gaman er mikið hrikalega voru bílarnir og brautin léleg ..fyrir neðan allar hellur. Svo var bara chillað á hótelbarnum, menn mjög misjafnlega hressir eftir öll átökin. Rúta tekin út á flugvöll og svo heim.
Wayne var klæddur í alls konar búninga yfir helgina, hann þurfti að vera með golfhanska á sér allan tímann ( lyktaði hrikalega hanskinn í gær !! ) , hann var líka með baseball með sér um helgina, boltinn týndist reyndar á laugardagskvöldinu, svo mátti alls ekki drekka neina drykki með hægri hendi ( sekt ) .. og svo voru í gangi 2 golfboltar í ferðinni.. ef einhver fékk golfbolta í glasið sitt, þurfti sá hinn sami að klára drykkinn í einum grænum hvelli ... verst var þegar boltinn fór af stað inn á írskum pöbb í miðbæ Varsjá þar sem allir voru að drekka bjór úr 1.5 lítra krúsum !!! Var þessi ferð alveg meiriháttar í alla staði og tókst alveg rosalega vel.
Einhverjar myndir ættu að detta inn á síðuna við tækifæri, en ég fékk það verkefni að safna saman öllum myndum úr öllum digital myndavélum sem voru í ferðinni og setja á einn disk. Ættu líklega að vera í kringum 500 myndir.
Annars klikkaði myndavélin mín á laugardagskvöldinu, og lítur út fyrir að maður þurfi að fara á stúfana og finna sér nýja myndavél. Ég get ekki verið án myndavélar, það er alveg á hreinu.
Kveðja að sinni
Birgir

|