Ekki einn í útlöndum anymore....


Saturday, September 16, 2006












TOTTENHAM HOTSPUR - FULHAM
Fyrsti leikurinn sem maður fer að sjá á WHL á morgun kl. 15.00 að staðartíma.
Ekki hægt að neita því að manni hlakkar helvíti mikið til.
Tímabilið hefur nú ekki byrjað svo ýkja vel hjá mínum mönnum þannig að heimasigur er algert must.
Annars er lífið bara í ljúfum gír hérna í St. Albans, rúmlega 20 °C alla daga og bara þetta fínasta "haustveður"
Fór á djammið með vinnunni á fimmtudaginn, var farið í keilu og svo út að borða á mexíkanskan stað í Watford. Frekar fínt kvöld þó að árangurinn í keilunni hafi verið fyrir neðan allar hellur !!!
Leiknismenn náðu að halda sér í deildinni ( út af fjölgun liða í 1. deild ) hehehe.
Má eiginlega segja að Leiknir hafi bjargað sér frá falli í fyrri umferðinni ... liðið náði ekki að vinna leik í síðustu 10 leikjunum á tímabilinu !!! og að ná að halda sér uppi á slíkum árangri er frekar gott. En til hamingju með þetta og er ég þess fullviss að Leiknismenn koma sterkari til leiks að ári liðnu í 1.deildinni, reynslunni ríkari.
Svo er pabbi gamli að spá í að kíkja í heimsókn hingað í byrjun Nóvember og kíkja með mér á leik Spurs og Chelsea á WHL. Bara gaman að því.
Jæja, best að fara að skella sér í eldamennskuna, BBQ chicken í ofni með aprikósumarmelaði og púðursykri í matinn.. borið fram með hrísgrjónum og fersku salati. Verður girnilegt.
Kveðja frá UK
Birgir

|

Sunday, September 10, 2006

Sunnudagur ... = Afslöppun...
Verður bara legið í sófanum í dag og slappað af ... horft á imbann og kíkt í tölvuna þess á milli. Þarf reyndar að kastast út í búð að versla í matinn en læt það bíða fram á síðustu stundu.
Fór í bæinn í gær og kíkti á O´Neills að horfa á Man Utd - Spurs .. mínir menn stóðu sig bara alveg ágætlega miðað við aldur og fyrri störf en töpuðu engu að síður 1-0 !!
Vonandi á þetta eitthvað eftir að batna, er allavega á leiðinni á WHL um næstu helgi að sjá liðið spila gegn Fulham ... treysti á sigur þar, ekkert annað kemur til greina.
Eftir leikinn í gær fórum við Auður til Radlett til að fá okkur að borða, hefðum átt að panta borð, en í staðinn biðum við í þrjú korter eða svo eftir borði. Fórum á Ítalskan veitingastað sem er alger snilld, troðið út um dyr þarna og eftir að hafa borðað, þá sá maður ekki eftir því að hafa beðið. Held samt að maður panti borð næst þegar við ætlum að borða þarna.
Sól og glæsilegt veður búið að vera hérna yfir helgina sem er alveg frábært. Búinn að klippa fullt af runnum í garðinum, enda kominn tími til. Þessi gróður hérna vex svo ótrúlega hratt að maður hefur ekki undan að klippa runna og slá grasið !!!
Fékk launahækkun í vinnunni á föstudag og samning til að skrifa undir ... hef ekki verið með samning í vinnunni síðan ég byrjaði þar. Fékk nú ekki mikla launahækkun en á von á annari um áramót þegar businessinn gengur betur. Svoldið erfitt að biðja um launahækkun þegar það var tap á rekstrinum í síðasta mánuði .. þannig að ég fékk smávegis núna og svo getur maður krunkað út meiri launahækkun á nýju ári.
Kveðja að sinni frá UK
Birgir & Co.

|