Ekki einn í útlöndum anymore....


Sunday, September 02, 2007

Jæja

Mundi allt í einu eftir því að ég var með þessa bloggsíðu !!! og hef ekki skrifað neitt í frekar langan tíma.

Alla vega, betra seint en aldrei.

Við komin heim aftur eftir frábært frí á Íslandi, ég var þar í tæpar 3 vikur og Auður í rúmlega 4 vikur .. og skemmtu við okkur mjög vel þar.

Gústaf og Johanna giftu sig á Íslandi á meðan við vorum þar, kominn tími til enda búinn að vera saman í að manni finnst einhver 10 ár !!! Við óskum við þeim til hamingju með það. Flott brúðkaup og fín veisla á eftir. Skemmtum okkur alveg konunglega og Tiana kom með okkur og dansaði alveg eins og brjálæðingur í einhverjar 3-4 tíma ..

Svo var bara chillað á Íslandi, farið í sund, grillað, spilaður fótbolti ( spilaði 2 leiki með Old Boys hjá Leikni og setti 3 mörk og átti 3 assist , ekki slæmt stats það ), farið á djammið, farið á völlinn, heimsóknir o.s.frv. líklega þessi venjulegi rúntur þegar maður kemur í frí til Íslands.


Svo lítur út fyrir að við séum að fara að flytja til Íslands ... vonandi á næstu mánuðum. Auður er að skoða vinnumál og ef það gengur upp ... verður hjallurinn seldur og við flytjum til Íslands .. ekki hægt að neita því að það yrði alger snilld.

Búið að vera gott hérna í UK .. að verða tæp 4 ár !!! djöfull er tíminn fljótur að líða.

Alla vega ættu að koma frekari fréttir af gangi mála í sambandi við flutninginn fljótlega.

Setti svo nýjar myndir á síðuna .. hægt að sjá hér.


Látum þetta duga í bili ... kær kveðja frá UK


Birgir & Co.

|