Ekki einn í útlöndum anymore....


Thursday, July 13, 2006

Ísland á næstu grösum...
Langt frí framundan á Íslandi. Mætum á klakann á föstudaginn eftir viku og dveljum á landinu til 8. ágúst.. farinn að hlakka massa mikið til.
Annars er allt gott að frétta héðan, sumarblíða nær alla daga. 20 stiga hiti og sól. Mamma og pabbi nýfarinn til Íslands eftir að hafa verið hér í hjartnær 2 vikur. Gistu hjá okkur í upphafi ferðar og svo í lok ferðar. Var einkar gaman að hafa gamla settið hérna í heimsókn.
Annars var mamma alveg á fullu hérna þegar hún var hérna að vaska upp, skúra og tók sig meira að segja til og þvoði stofugluggana að utan og innan ... hún var hreint út sagt óstöðvandi. Ég sagði einmitt við Auði þegar mamma byrjaði á stofugluggunum að ég hefði beðið mömmu að þrífa gluggana.. ég veit ekki hvert Auður ætlaði .. hehe. En mamma gat bara ekki setið á sér of lengi, hún varð að grípa í einhver heimilisstörf. Ég þakka bara kærlega fyrir alla hjálpina mamma..
Annars er vinnan að gera mið gráhærðan þessa dagana. Hver dagurinn á fætur öðrum er eins og helvíti á jörðu, ekkert gaman í vinnunni þessa dagana eins og þetta var í den. Fyrirtækið að setja nýjar reglur ofaná aðrar reglur sem eru reglur um reglurnar sem voru settar í fyrra, þannig að reglurnar eru allsráðandi þessa dagana... ömurlegt !!!
Spurning að fara bara að leita sér að nýju viðfangsefni ... opna pöbb eða eitthvað. Hundleiðinlegt að vinna við það að græða pening fyrir einhverja aðra... segi svona, nei, líklega er ég bara að meina þetta. En það er hægara sagt en gert að gera eitthvað svakalegt í þessu ástandi að svo stöddu!
Svo keypti ég uppþvottavél um daginn, Hotpoint Slimline... alger snilld. Komst reyndar í notkun tæpum mánuði eftir að ég keypti hana !! vélin sem við fengum fyrst var gölluð og þessir tjallar ekkert að flýta sér að redda manni nýrri.. Maður var orðinn þreyttur á uppvaskinu, og uppþvottavél er sannarlega málið.
Annars ætluðum við að panta hótel fyrir kisa á meðan við erum á Íslandi en það er bara allt uppbókað á hótelunum hérna í kring. Hlýtur að vera einhver ráðstefna katta á Englandi í St. Albans akkúrat þegar við erum á Íslandi !!
Ætla bara að redda þessu með að kaupa kattarhurð á morgun og saga svo úr útidyrahurðinni um helgina og koma hurðinni í. Þá getur kisi farið inn og út eins og hann vill á meðan við erum á Íslandi, þurfum þá bara einhvern til að koma við af og til og gefa honum að borða.. Líklega bara ágætt, þar sem hann fílar ekkert svona hótel rugl..borðar lítið og kemur bara horaður og taugaveiklaður tilbaka. Og þar að auki kostar rúmlega 1000 kall nóttin fyrir hann, með mat, garði og sérherbergi með baði.
Jæja, nóg komið af bulli og vitleysu
kveðja frá UK
Birgir

|