Ekki einn í útlöndum anymore....


Thursday, April 13, 2006

Leiðinleg vika með eindæmum að líða undir lok....
Maður er búinn að vera heima lasinn alla vikuna að láta sér leiðast. Daytime TV er einstaklega lélegt hérna í UK og hef ég reynt að horfa á eitthvað bitastætt sem ég hef fundið í X-boxinu mínu. Maður lumar á mörgum góðum þáttum / myndum þar.
Annars er bara allt gott að frétta héðan frá UK, pabbi að koma á morgun !!!
Svo er bara páskahelgin framundan , verður kíkt á vöffluhúsið og svo auðvitað á WHL á mánudaginn , en fyrir utan það er allt óráðið. Verður bara að koma í ljós hvað pabbi kemur með langan innkaupalista frá mömmu hve miklum tíma við eyðum í búðunum hérna :)
Nú eru ekki nema 5 leikir eftir í ensku deildinni og Spurs eru sem fyrr í 4ja sæti deildarinnar.. fjórum stigum á undan Arsenal og Blackburn... á þessi endasprettur eftir að vera spennandi og vonar maður það besta. Annars gæti það líka gerst að ef Spurs ná að halda 4ja sætinu út leiktíðina .. og Arsenal vinnu CL , þá verður það Arsenal sem fer í CL að ári á kostnað Spurs, yrði það alveg hrikalegt ef sú staða kæmi upp.
Bið að heilsa í bili.
Birgir

|

Monday, April 10, 2006

Veikur.....
Er maður bara heima í dag að reyna að jafna sig. Var aðeins slappur á föstudaginn... fór snemma í háttinn og var mun betri á laugardag. Fór þá niður í London að sjá Spurs - Man City. Svo í gær var ég alveg handónýtur og er frekar slappur í dag.. Stefnan sett á að vera heima í dag og kannski á morgun til að ná þessu algerlega úr sér , því ekki ætla ég að vera veikur um páksahelgina !! Er maður núna bara að drekka hóstasaft og éta verkjapyllur til að manni líðið bærilega.
Annars var mjög gaman á vellinum á laugardaginn .. og ekki skemmdi svo fyrir að Arsenal tapaði í gær sem gerði helgina enn sætari fyrir vikið.
Svo er pabbi að koma á föstudaginn og við að fara að sjá Spurs - Man Utd á mánudaginn... það verður svakalegur leikur.
Veðrið hérna hefur verið alveg ágætt upp á síðkastið, sumarið er handan við hornið. En í gær skruppum við út í Morrison og ætluðum að versla eitthvað gott á grillið... átti að grilla í fyrsta skipti. En við vorum inní Morrison í ca. 25 mínútur og þegar við komum út, var brjáluð snjókoma og örugglega kominn um 5cm lag af snjó yfir allt.. mjög þungur og blautur snjór !!! Hef ekki grænan hvaðan þessi snjór kom. En þegar við vorum að keyra heim, tókum við eftir því að það hafði ekkert snjóað allsstaðar hérna, kannski bara í kringum Morrison !!! alla vega fylgdi á eftir heavy rigning þannig að við frestuðum grillinu þangað til síðar.
Kveðja
Birgir

|