Ekki einn í útlöndum anymore....


Wednesday, May 17, 2006

Sælir landsmenn....
Langt síðan maður hefur kastað inn línu hérna .... en hér er maður mættur á nýjan leik.
Ekki margt verið að gerast upp á síðkastið, flutningnum hjá Strax var frestað um síðustu helgi og á að fara fram um þessa helgi... en samt gæti farið svo að fresta yrði flutningnum enn frekar .. BT sem á að sjá um símamálin hjá okkur eru með allt niður um sig .. alveg fáránlegt.
Við Auður ætlum að kíkja eitthvað út úr bænum um helgina.. hvert hefur ekki verið ákveðið ætlum að bíða eftir veðurspánni og elta besta veðrið.
Svo erum við búin að kaupa miða fyrir Íslandsförina í sumar. Mætum til Íslands föstudaginn 21.júlí og förum aftur "heim" þriðjudaginn 8.ágúst. Þannig að það verður langt og gott frí á Íslandi í sumar.
Getraunin er enn í fullum gangi og nokkur svör komin í hús.. ætla ég mér að tilkynna sigurvegarann eftir helgi.. þannig að enn er tími til að svara .. um að gera að vera með , ólympíuandinn í þessu.
Svo vil ég óska Leiknismönnum til hamingju með sigurinn á mánudag... frábær byrjun á annars erfiðu sumri sem framundan er ... glæsilegt.
Jæja, best að snúa sér að Champ League final á nýjan leik ... Ótrúlegur leikur og finnst mér vægast sagt dómarinn búinn að vera í aðalhlutverki með frekar vafasömum ákvörðunum... meira um það síðar.
Kveðja að sinni frá UK .....
Go Iceland í Evróvision á morgun !!!

|