Ekki einn í útlöndum anymore....


Friday, February 27, 2004

Kominn með vinnu.....
Já, kallinn er kominn með vinnu. Fór í viðtal áðan og í framhaldi af því er ég kominn með vinnu. Er að fara að vinna hjá fyrirtæki sem heitir strax. Kem ég til með að vera lagermaður þar ásamt því að keyra út og sækja stocks. Starfsheiti mitt kemur til með að vera : Logistics assistant / van driver !!! Verður þetta bara gaman og mjög svo spennandi.
Í kvöld verður svo farið niður til London á smá pöbbarölt með einhverjum Íslendingum sem ég þekki ekki neitt, maður verður aðeins að fagna svona tiðindum.
Kveðja
Birgir

|

Vantar handrukkara....
Auglysi her med eftir einhverjum til ad rukka sma skuld fyrir mig a Islandi....
Skuldarinn heitir Valur Gunnarsson og skuldar hann mer 1000.- med vsk. Vona eg ad einhver bjodi sig fram vid ad rukka manninn fyrir mig en hann hefur skuldad mer thennan thusara ansi lengi. Ahugasamir sendi mer e-mail a birgiro@yahoo.co.uk og i framhaldi af thvi verda raedd kaup og kjor rukkarans.
Annars er stefnan sett a bjorkvold nidri i London i kvold.... med einhverjum Islendingum sem bua thar. Er ekki alveg buinn ad akveda hvort ad madur fari.
Svo er Saevar bro a leidinni hingad, stefndi a ad redda ser flugmida i gaer a 1 kr. Aetladi svo ad koma i lok mai og fara aftur til Islands ca. 7 juni eda eftir leik Englands og Islands sem verdur 5. juni... men hvad manni hlakkar til ad sja tjallana taka a vikingunum fra Islandi.
Svo aetladi minn lilli bro ad fullklara thessa sidu mina, atti ad vera einhver gestabok, commentdaemi og eitthvad, vona eg bara ad hann sjai ser faert ad klara thetta vid taekifaeri..... Serstaklega thar sem hann er haettur ad blogga sjalfur i bili.
Kvedja
Birgir

|

Thursday, February 26, 2004

4. vinnan....
Var að vinna á 4. vinnustaðnum mínum hér á Englandi á miðvikud. og fimmtud. Alveg ágætis vinna, eitthvað annað en þessi helvítis vinna sem ég var í á mánudag. Ákvað að láta þann dag duga í þeirri vinnu...
Fer svo á morgun í viðtal út af vinnu... hlakka mikið til og kvíði líka aðeins.
Annars er lítið í fréttum, frekar kalt hérna.... svalt miðað við Ísland.
Skrifa eitthvað meira um helgina...
Kveðja
Birgir

|

Monday, February 23, 2004

Nýr vinnustaður....
Fór að vinna í dag á nýjum vinnustað... átti að vera eitthvað lagerstarf sem ráðningaskrifstofa hér í St. Albans reddaði mér, samkeppnisaðili fyrirtækisins sem Heiða er að vinna hjá.
Tók ég strætó kl. 07.15 í morgun og var mættur rétt hjá vinnustaðnum mínum kl. 07.40 !!!! og átti ekki að mæta fyrr en kl. 08.30, en það var ekki hægt að taka annan strætó, næsti hefði mætt upp í vinnu kl. 08.40.
Lagerstarf var það reyndar ekki, var að taka upp úr kössum allan daginn og rífa merkimiða af og setja aðra á í staðinn í ca. 2. gráðu hita eða svo um bil. Var að vinna með 3 konum sem allar eru álíka svartar og Ruel Fox og voru þær að tala Swahili eða álíka tungumál allan daginn og ég skildi ekki baun í bala. Með þessu áframhaldi ætti maður að vera orðinn fær um að bjarga sér í svörtustu Afríku..... en það lítur nú samt ekki út fyrir að ég eigi eftir að staldra lengi við þarna, það er verið að vinna í því að útvega mér eitthvað annað starf.... og ég vona bara innilega að það eigi eftir að ganga eftir.
Nóg í bili, kveðja
Birgir
birgiro@yahoo.co.uk

|

Sunday, February 22, 2004

Stórskemmtileg helgi....
Segja má að helgin hafi byrjað á fimmtudaginn. Kíkt var á tónleika með Fun loving criminals og skemmtum við okkur alveg stórvel. Söngvarinn er með geðveikt svala rödd og mjög cool á sviði. Var aðeins fengið sér í tánna og komið heim rúmlega 1.
Vinnan daginn eftir var ekki upp á marga fiska...... En þessi síðasti vinnudagur í ofvernduðu umhverfi í Nationwide var ekkert smá lengi að líða....virtist vera endalaus.
Á föstudagskvöldið fórum við síðan í heimsókn til yfirmanns Heiðu. Fórum út að borða með vinnufélögum Heiðu og mökum, var farið á kínverskan veitingastað og var maturinn í boði fyrirtækisins... vorum við að borða í einhverja 3 tíma alveg ótrúlega góðan mat. Var síðan gist heima hjá yfirmanni hennar, en hún býr í einhverri "höll" í ca. 30 mín fjarlægð frá St. Albans. Fengum við besta gestaherbergið, en það var í risinu, ca. 30 m2 með eigin baðherbergi.... ekki slæmt gestaherbergi það. Mjög skemmtilegt kvöld í alla staði.
Á laugardeginum var kíkt aðeins á bæjarlífið um daginn, farið á markaðinn og aðeins verslað. Vorum við búin að plana að kíkja í heimsókn til vinkonu Heiðu og kærasta hennar um 7 leytið en það var komin smá þreyta í okkur og enduðum við á því að hitta þau í bænum á einhverjum stað um 8.30 leytið....... tókum nokkra drykki og dönsuðum aðeins og vorum svo komin heim um 12 leytið, mjög skemmtilegt og rólegt kvöld.

Heim um páskana....
Svo erum við búin að kaupa flugmiða til Íslands um páskana..... mætum til Íslands 10 apríl og förum aftur til England 18 apríl. Verður mjög fínt að kíkja aðeins til Íslands, vona bara að það verði komið almennilegt vorveður þegar við komum til Íslands..
Nóg í bili...
Birgir

|