Ekki einn í útlöndum anymore....


Monday, October 23, 2006

Jæja... long time since last time !!!
Maður er búinn að vera eitthvað helvíti latur við að skrifa hérna .. veit ekki af hverju en nú er mál að reyna að breyta því.
Matarboðið sem við vorum með í byrjun Október tókst líka svona rosalega vel .. allir skemmtu sér konunglega og maturinn var alveg 5 stjörnu.
Eftir matinn var spilað Actionary , sem var frekar fyndið, svoldið skrítið að spila það á ensku, en það reddaðist.Síðasti gesturinn yfirgaf svo húsið um 5.30 um morguninn eftir nokkra drykki !!
Um síðustu helgi fórum við á safn í bæ sem er hérna í nágrenninu, frekar óvenjulegt safn en það var einhver sérvitringur sem tók sig til og safnaði uppstoppuðum dýrum í hundraðatali í gegnum ævina, og svo þegar hann dó, gaf hann bænum safnið sem fann svo húsnæði fyrir það og er það í dag opið öllum og ókeypis aðgangur. Þarna var hægt að sjá alla flóruna af dýrum.. mörg dýr þarna sem maður vissi varla að væru til !! Var þetta einkar athyglisverð ferð.
Á laugardaginn síðasta var fótboltamót hjá fyrirtækinu. Öll fyrirtæki í mobile bransanum að keppa í 5 a side fótbolta. Mættum við galvaskir til leiks með frekar ekki svo sterkt lið en tókst alveg ágætlega upp. Unnum 3 og töpuðum 1 í riðlakeppninni, komumst áfram í Championship League ( 16 bestu liðin ) og var þar annar riðill með 4 liðum. Gekk okkur ekki eins vel þar, töpuðum öllum. Misstum við tvo menn úr liðinu okkar eftir fyrri riðilinn og var hópurinn ansi þunnskipaður í seinni riðlinum .. einn varamaður. Svo í miðjum leik 2 í seinni riðlinum meiddist einn .. og þá var enginn varamaður til staðar. Voru menn algerlega búnir á því í leikslok.Í gær fékk maður svo aldeilis að borga fyrir boltann.. skrokkurinn er allur frekar aumur .. fékk nokkur högg á ökklana og aftan í hnéð sem er frekar aumt .. maður labbar um eins og Zombie !! og svo til að bæta gráu ofan á svart, er ég rifbeinsbrotinn eftir árekstur við leikmann úr mínu eigin liði .. heheh. Týpiskur ég...
Svo í dag var keyptur miði á leik Spurs og Wigan í lok Nóvember.. er að fara á völlinn með Wayne og tveimur vinum hans sem voru með okkur í Póllandi að steggja Wayne, en þeir eru báðir Spursarar. Verður þetta eflaust hið mesta fjör.
Svo keypti ég líka miða á leik í UEFA Cup um miðjan Desember, ætla að sjá evrópuleik gegn Dinamo Bukarest frá Rúmeníu. Verður skrítið að sjá evrópubolta á WHL !! en örugglega rosalega gaman.
Tæpar 2 vikur í að pabbi gamli komi í heimsókn .. maður þarf að fara að setja saman innkaupalista fyrir kallinn .. eitthvað gott íslenskt góðgæti.
Svo er stefnan sett á að mæta til Íslands eftir jól og vera á Íslandi eitthvað fram á nýtt ár .. Þurfum bara að tjékka á tryggingum og þess háttar fyrir Auði þar sem hún verður kominn á áttunda mánuð á meðgöngunni og verður betra að hafa allt klappað og klárt EF eitthvað kæmi upp á.
Jæja, það verður þá ekki lengra að sinni.
Kveðja til Íslands
Birgir

|