Ekki einn í útlöndum anymore....


Tuesday, October 03, 2006

Snilldarsigur á sunnudaginn...
3 stig í höfn, eitthvað sem við virkilega þurftum á að halda. Alltaf gaman að sjá sigurleik á WHL.
Annars var bara eitt lítið atriði sem fór í taugarnar á mér, þessi dífa sem Zokora tók þegar hann fiskaði vítið í fyrri hálfleik. Þetta er eitthvað sem maður vill ekki sjá hjá leikmönnum Spurs .. vonandi á kallinn eftir að læra af þessu, enda búinn að fá nóg af skítkasti í fjölmiðlunum hérna. Treysti á að hann haldi sér á fótunum hér eftir.
Arnar bro reddaði mér svo aldeilis í morgun, ég var á námskeiði og gat þar af leiðandi ekki keypt miða á Spurs - Chelsea, þegar pabbi er að koma í heimsókn. Arnar náði að kaupa 2 miða fyrir mig og þakka ég honum kærlega fyrir það. Það hefði verið frekar lame ef pabbi hefði komið hingað í heimsókn til að kíkja á völlinn með mér og ég hefði ekki haft neina miða !!!
Í dag kláraði ég svo Fire Marshal námskeið og er þar af leiðandi orðinn Fire Marshal hjá Strax :)
Mjög krefjandi starf, vona bara að maður nái að standa undir væntingum.
Annars er ekki mikið annars að frétta... ennþá síðsumar hérna !! um 20°C hiti á daginn, reyndar aðeins farið að kólna á nóttunni, sem þýðir að haustið er að fara að renna í garð. Maður getur svo sem ekkert kvartað, snilldarsumar búið þar sem hitinn fór næstum upp í 40°C en var svona að meðaltali um 26-30°C. Maður þarf ekkert að fara til sólarlanda þegar veðráttan en svona.
Kveðja að sinni frá UK
Birgir

|