Ekki einn í útlöndum anymore....


Wednesday, January 31, 2007

Halló , halló ..
Búið að vera busy upp á síðkastið.
Emil Óli kom loksins heim af spítalanum á laugardaginn, alger snilld það. Var maður þá búinn að keyra á milli St. Albans og Watford eins og vitleysingur í næstum 2. vikur, alveg kominn með nóg.
Við Auður mættum á spítalann í Watford á föstudagsmorgunn, og gistum þar yfir nóttina og fékk Emil Óli einungis brjóstamjólk frá Auði þennan sólarhring. Emil þyngdist aðeins á þessum sólarhring sem varð til þess að við fengum að fara heim með hann.
Hann er allur að koma til, farinn að drekka eins og ég veit ekki hvað og er Auður alveg búinn á því hérna á kvöldin eftir að hafa verið að gefa honum að drekka svo til á 2-3 tíma fresti allan sólarhringinn ...
Setti nokkrar nýjar myndir hérna til hægri...
New pictures in "myndaalbum" right side of the page.
Set inn hérna ensku vegna margra áskorana frá vinum okkar hérna úti .. og þá sérstaklega frá henni Kelly !!! spurning hvort ég fari ekki bara að blogga á ensku fljótlega, til að gera alla sátta.
Svo eru hérna 4 video sem ég hef tekið af gaurnum upp á síðkastið. ( 4 videos her below )
Video 1
Video 2
Video 3
Video 4
Kveðja frá UK ...
Birgir og fjölskylda í 10 Tilsworth Walk, St. Albans

|