Ekki einn í útlöndum anymore....


Friday, May 04, 2007

Sumar og blíða ....
Jæja, held bara að sumarið sé mætt í UK. Búið að vera um og yfir 20°C hiti hérna síðan snemma í apríl !! ekki slæmt það.
Annars voru bræðurnir og pabbi hérna í heimsókn um daginn í tilefni af sextugsafmæli kallsins .. held að allir hafi skemmt sér alveg konunglega þessa daga sem þeir voru hérna.
Það sem gert var þegar þeir voru hérna :
Föstudagur
Þeir lentu á Gatwick eftir hádegi á föstudeginum og hitti ég þá á Hilton hótelinu í Hyde Park um 17.30 , voru miklir fagnaðarfundir og létt slagsmál eins og endra nær þegar við hittumst.
Kíktum við á nálægan pöbb við hótelið og fengum okkur drykk og spjölluðum. Elvar fór í klippingu ( byrjaði að klippa sig á hótelinu, en vélin dó !! frekar fyndið ) .. var svo stefnan sett á Leicester Square að kíkja í mat og ætluðum við að tjékka á leikhúsmiðum. Fórum að borða á Garfunkel á Leicester Square og keyptum miða á Blue Man Group fyrir laugardagskvöldið !! svo var farið aftur upp á hótel að slappa af.
Laugardagur
Leikdagur. Farið var með túbinu áleiðis að WHL. Mættun þar um 10.30 og var byrjað á að versla aðeins í Tottenham búðinni, pöbbinn hliðina á vellinum opnaði svo 11.00 og var hafist handa við að sötra nokkra öllara í svakalegri veðurblíðu. Þegar nær dró leiknum fór stemmningin í garðinum hjá pöbbnum að aukast og söngvar sungnir ótt og títt. Alveg frábær stemmning þarna.
Leikurinn endaði svo 2-2 , þar sem Tottenham stal stigi á lokamínútu leiksins .. alger snilld.
Eftir leikinn var aftur farið á Bell & Hare að "fagna" jafnteflinu og því að vera til. Afmælissöngurinn var sunginn fyrir pabba af mörgum pöbbgestum .. kallinn ánægður með það.
Svo upp úr 17.00 var haldið upp á hótel .. næst á dagskrá var sýningin Blue Man Group .. alger snilld sem það verk er. Allir skemmtu sér mjög vel. Upp á hótel var haldið eftir sýningu.
Sunnudagur
Byrjuðum á því að labba um Hyde Park í veðurblíðunni, fórum svo á Science Museum og fórum þar í 3D bíó ... mjög flott. Svo var aðeins kíkt í búðir, Elvar og Sævar bara gátu ekki hætt að versla.
Svo um kvöldið var fengið sér létt nasl og haldið í keilu. Þar sem Birgir sigraði með 5 pinnum að mig minnir. Til hamingju Birgir.
Mánudagur
Strákarnir komu með lestinni frá London um morguninn til St Albans og pikkaði ég þá upp. Farið var heim til mín að chilla og strákarnir að heilsa upp á Emil Óla. Svo um hádegið var haldið í Golf. Áður en við byrjuðum gáfum við pabba afmælisgjöfina sína, golfsett með kerru og ferðapoki með.. kallinn brosti út að eyrum.. getur loksins losað sig við Smarties pakkann með þessum 3 kylfum í sem hann hefur verið að nota á Íslandi. Spiluð var liðakeppni þar sem eitt stig fékkst fyrir lægsta skor á holu, eitt stig fyrir lægsta meðaltal liðs á holu og svo aukastig fyrir par og 2 aukastig fyrir fugl. Sævar og Pabbi voru saman í liði og ég , Elvar og Arnar saman í liði. Þetta var þrælgaman og enduðu leikar á jafntefli 9-9 !! allir í skóginum vinir.
Strákarnir fóru svo eftir golfið á hótelið að tjékka sig inn og ég og pabbi fórum heim. Pabba langaði að heilsa upp á Emil.
Svo um kvöldið var farið fínt út að borða á ítalskan stað í St Albans. Borðuðum við þar tveggja rétta máltið með rauðvíni og held ég að allir hafi verið sáttir við matinn. Auður , Tiana og Emil komu með okkur út að borða .. Emil var ekki alveg sáttur , svoldið erfiður.
Þriðjudagur
Strákarnir voru að versla í bænum um morguninn og komu svo til mín uppúr hádegi. Keyrðum við til Letchworth sem er um 25 mín í burtu og fórum í Go-Kart. Alveg meiriháttar skemmtun þar og keyrðum við í hálftíma. Birgir sigraði Go-Kartið , þrátt fyrir mikla keppni frá Arnari á lokahringjunum.
Svo var chillað eftir Go-Kartið heima hjá mér og svo fórum við strákarnir inn í bæ um fimmleytið. Fórum svo að borða á Barney´s .. sem klikkar aldrei. Sævar fékk sér ofur kjúklingaborgarann, og náði ekki næstum að klára hann.
Svo eftir matinn var haldið á poolstaðinn Riley´s þar sem spilað var pool fram eftir kvöldi, horft á Man Utd - AC Milan og mjöður drukkinn, Wayne hitti okkur einmitt þar og spilaði með okkur. Birgir vann poolið, var með besta recordið þetta kvöldið. Það var spilað á 2. borðum og fékk sigurvegarinn að halda borðinu..
Þessir dagar voru alveg frábærir, við skemmtum okkur allir mjög vel.

Nú er maður að standa í því að selja miðana sína á UEFA CUP final leikinn sem er í Glasgow um miðjan maí. Þar sem Tottenham verður ekki þar, er ég ekki að nenna að fara.
Auglýsti í gær á ebay og einnig á spjallrásum hjá Sevilla og Espanyol. E-mailin byrjuðu strax að streyma inn og kom svo fyrsta tilboðið í morgun, 500 evrur fyrir þessa tvo miða. En ég borgaði um 220 evrur fyrir miðana og sendingarkostnað. Spurning að sjá hvort fleiri tilboð komi og hvort maður geti kannski nælt sér í smá auka pening.

Kveðja að sinni frá UK.
Er að bíða eftir myndum úr ferðinni .. Sævar ætlar að redda því, voru allar í tölvunni hans. Skelli þeim hingað inn um leið og myndirnar koma í hús.

Birgir & Co

|