Ekki einn í útlöndum anymore....


Thursday, September 01, 2005

Alveg að koma helgi :)
Dagskrá helgarinnar í grófum dráttum :
Föstudagur eftir vinnu , fá sér eins og 1-2 bjóra , horfa á LOST og slappa af !!!!
Laugardagur, kíkja aðeins í bæinn á markaðinn og versla aðeins...
Leikur gegn Harpenden Rovers kl. 15.00 , fyrsti leikurinn á tímabilinu... annars erum við heldur fáliðaðir um þessar mundir og var tvísýnt hvort við myndum yfir höfuð vera með lið í vetur.. en það á víst að láta á þetta reyna.
Eftir leik verður síðan reynt að hitta á liðið frá Strax sem verður þá í glaumi og gleði... en það er einmitt golfmót Strax ( Strax Open ) á meðan ég er að keppa þannig að ég missi af því. Svo verður líklega eitthvað aðeins tekið á því um kvöldið.... hve mikið á eftir að koma í ljós.
Sunnudagur.. líklega bara slappað af og chillað.. enginn enski boltinn !!! lamað. Geri einhvern veginn ráð fyrir því að LOST verði fyrir valinu á sunnudaginn, legið í sófanum og horft á nokkra þætti !!!!
Nóg að sinni, kem með eftir helgi hvernig helgin var í raun og veru !!!!!
Óska svo að lokum Leiknismönnum góðs gengis á morgun, vona að bikarinn fari á loft á Ghetto Ground í Breiðholtinu !! GO LEIKNIR
Birgir kveður að sinni

|

Tuesday, August 30, 2005

Back to work !!!!!
Vill byrja á því að óska Leiknismönnum fjær og nær til hamingju með 1. deildarsætið ... Alger snilld.
Annars var löng og góð helgi hérna, bank holiday í gær.
Chelsea leikurinn á laugardaginn var mjög skemmtilegur, reyndar mikil vonbrigði með úrslitin, en mínir menn fannst mér vera að gera mjög góða hluti þangað til Mido var rekinn útaf... sem að mínu mati var mjög strangur dómur !!! veit ekki hvað öðrum finnst um það.
Svo var grillað um helgina, fyrst SS pylsur og svo kjúklingur á sunnudeginum... farið í tívólí sem er í Harpenden... var kíkt í eitt tæki bara svona upp á funnið.. bara lala , ekki eins og um stórt tivóli sé að ræða.
Svo var bara sólin sleikt um helgina, enda mjög gott veður, og þá sérstaklega í gær !!! annars segir spáin að það eigi að vera um 30 stiga hiti á miðvikudag !! hlakkar ekkert sérstaklega til að vera að vinna hérna í 30 stiga hita, verður örugglega alveg hrikalegt.
En það er bara málið núna að koma sér að verki, nóg að gera hér eins og endranær.
Kveðja frá UK
Birgir

|