Ekki einn í útlöndum anymore....


Thursday, January 29, 2004

Tjallarnir kunna ekki ad keyra i snjo......
Eftir snjokomuna miklu sem var her i St. Albans i gaer vard hvilik umferdateppa i baenum... Allir bilar a sumardekkjum, margir bilarnir afturhjoladrifnir og enginn kann ad keyra i snjo. Bilarnir gafu allt i botn, spoludu og spoludu thangad til snjorinn var buinn ad breytast i skautasvell.
Svo i dag var sma snjor yfir ollu og halka sumsstadar a fafornum vegum. Heyrdi svo i frettunum i morgun ad fullt af skolum og fyrirtaekjum vaeru lokud i dag !!!!! Ef thetta hefdi verid svona a Islandi hefdi madur misst af ca. 10-15 % af grunnskolagongunni vegna vedurs.
Buinn ad vera ykt duglegur i dag ad fylla ut starfsumsoknir, taka ymis prof og vinna i CV ( sem er algert must). Svo er bara ad sja hvad kemur ut ur thessu. Verdur svoldid skritid ad fara ad vinna i utlondum, en thad verdur bara gaman.
Komst ad tvi i gaer ad thad er ran ad bua a Islandi..... Forum ad versla i matinn og borgudum einhvern 200 kall fyrir 1 kg af nautahakki !!!! thetta er bara djok hvad allt er dyrt a Islandi.
Nog i bili.... kvedja
Birgir

|

Wednesday, January 28, 2004

St. Albans

Staddur her i midbae St. Albans rett fyrir nordan midbae London..... Thessi baer er alger snilld. Buinn ad vera ad rolta um baeinn i dag og skoda mig um, laera adeins a baeinn. Bara gaman ad thvi. Annars litur ut fyrir ad eg hafi tekid kuldann og snjoinn med mer hingad fra Sweden thvi thad er farid ad snjoa vilt og galid herna !!!!!! ( er reyndar verra nordar a Bretlandi, buid ad fresta leik Middlesbro og Arseal, vegna Public safety.....

Svo a naestu dogum verdur bara allt sett a fullt herna vid ad reyna ad finna vinnu og ganga fra theim malum. Thad er reyndar ekkert stress i gangi thar sem eg atti ekki ad vera her for good fyrr en 16. februar samkvaemt gamla planinu... :-)

Jaeja... nog i bili , bid ad heilsa ollum.
PS. Saevar bro var buinn ad lofa ad laga siduna mina til, thannig ad eg kenni honum um hvernig astandid a sidunni er i dag.... Afram med thig Saevar ;)

|

Monday, January 26, 2004

Aumingjar......
Jæja, þá er EM í handbolta lokið hjá Íslendingum. Skandall að komast ekki upp úr riðlinum en svona er þetta bara. Vonandi gengur bara betur á ÓL í sumar ( vona bara að Dagur Sigurðsson spili ekki þá ) .

Helgin hér í Gautaborg var alveg ágæt... Laugardagurinn tekinn snemma og mætt í póker til félaga hans Gústa um eittleytið. Vorum þar 10 stk. að spila póker, eftir reglum sem ég var ekki alveg með á hreinu en það kom svo. Var ég sá þriðji til að detta út og tel ég það bara bærilegan árangur miðað við first time. Tapaði 200 kr. SEK. Var aðeins byrjað að fá sér öl þarna og slátruðum við Gústi einhverjum 6 bjórum frá 1400 - 1700 og var þá haldið heim á leið. Komið við á einum tælenskum og keypt í gogginn. ( Held að rússneska mafían sé eitthvað með puttana í þessum stað, það mætti einhver feitur Rússi þarna í pelsinum sínum og fór að taka í einn tælendinginn... átti örugglega eftir að borga verndargjaldið eða eitthvað ) Svo þegar líða tók á kvöldið fór drykkjan að aukast og gestir fóru að streyma í kotið hjá Gústa og Johönnu.
Eftir sæmilega drykkju var haldið á stað niður í bæ... fyrir valinu var staðurinn Valand Frekar nettur staður og skiptingin þarna inni var ca. 4 kvk á móti hverjum kk......
Djammað var til ca. 0400 og endaði bæjarferðin á einni pylsu..... þá eru þessar íslensku nú mun betri

Sunnudagurinn var tekinn í rólegheitum og kíkti ég niður í bæ til að horfa á leik Man. City - Tottenham í FA cup á meðan Gústi og Johanna fóru upp í hesthús. 1-1 varð niðurstaðan og nýr leikur ( sem maður getur jafnvel farið á ) Svo var bara farið heim og slappað af fram að leik Svía og Rússa á EM. Rússar unnu frekar sannfærandi með A. Lavrov ( 42 ) og án félags í broddi fylkingar. Hann varði eins og rotta allan leikinn, hreint út sagt magnaður náungi.
Svo um kvöldið var bara étið og ég og Gústi spiluðum smá Xbox.......
Bið að heilsa
- Birgir

|