Ekki einn í útlöndum anymore....


Saturday, February 11, 2006

Þvílík steik var að renna niður....
Fórum í Sainsbury í dag og keyptum úrvals nautasteik og eldaði ég í kvöld dýrindis piparsteik með kartöflugratíni , steiktum sveppum , grísku salati og rjómapiparsósu... matur sem fær alveg hiklaust 5 stjörnur.
Annars er allt gott að frétta héðan frá St. Albans. Skrapp í smá vinnuferð til Kölnar í Þýskalandi á miðvikudaginn. Stutt dagsferð. Var að skoða aðstæður hjá nýja fyrirtækinu sem við vorum að kaupa þar, og enginn smá aðstaða sem þetta fyrirtæki er með þar.. maður bara slefaði yfir hve flott þetta var. En við erum að fara að flytja eftir 2 mánuði og ætti þá aðstaða okkar að batna til mikilla muna.
Svo er þorrablótið á næsta leyti. Farið verður niður í London 25 feb til að borða fullt af Íslenskum mat og skemmta sér. Höfum við Auður ákveðið að gista á hótelinu þar sem þorrablótið er haldið.. verður það miklu betra en að fara í einhvern leigubíl alla leið til St. Albans einhvern tímann um nóttina, tala nú ekki um ef maður verður vel í glasi sem ég geri fastlega ráð fyrir.
Erum alltaf að kaupa eitthvað nýtt fyrir húsið. Keyptum í dag flottan standlampa í stofuna .. keypti um síðustu helgi ný loftljós í stofuna ( er bara ekki að meika að tengja þau þar sem rafmagnið hérna er alveg grillað miðað við það sem maður þekkir ) og svo keypti ég í homebase um síðustu helgi smelliparket í Homebase sem verður sett á stofuna við tækifæri. Kostaði nú ekki mikið eða um 1200 kall fermeterinn með undirlagi ( eitthvað hitaeinangrandi ) . Á stofan eftir að vera alger snilld þegar allt verður klárt.
Setti inn nokkrar nýjar myndir á myndasíðuna mína.... sjá hér til hliðar.

Vill svo óska Arnari bro til hamingju með afmælið í dag....
Kveðja frá St. Albans
Birgir

|