Ekki einn í útlöndum anymore....


Monday, October 10, 2005

Vinnuvikan byrjuð á nýjan leik....
Helgin var engu að síður mjög góð. Auður átti afmæli á laugardaginn og tók ég mig til og bakaði eina mjög svo vel heppnaða tertu sem vakti mikla lukku ásamt því að búa til eina rækjubrauðtertu. Var orðið mjög langt síðan ég hef fengið rækjubrauðtertu !!! og tertan mín , " Guðdómlegt gums " tókst mjög vel, alltaf jafn góð kaka.
Annars var bara chillað meira og minna alla helgina... sem var mjög svo kærkomið.
Orðið mjög svo stutt í stórleik Spurs og Arsenal... farinn að hlakka massa mikið til. Ákvað að taka mér frí frá vinnu á fimmtudeginum og föstudeginum þegar Sævar og pabbi mæta á svæðið. Verður kærkomið frí eftir mjög svo mikla og erfiða vinnu upp á síðkastið.
Jæja, kominn tími á að skella sér í bólið
Kveðja til Íslands
Birgir

|