Ekki einn í útlöndum anymore....


Friday, November 18, 2005

Jæja, hér er ég......
Frostharka dauðans hérna í St. Albans um þessar mundir... maður þarf að skafa bílinn á morgnana, alger skandall !!!!!
Annars er svo sem lítið búið að vera að gerast hérna hjá manni upp á síðkastið, vinna , sofa , drekka bjór , vera með kærustunni , drekka bjór , borða , vinna , drekka bjór , sofa o.s.frv. bara frekar ljúft líf verður maður að segja.
Annars tók ég mig til um síðustu helgi og eldaði líka þessa rosalegu steik.... Við Auður buðum Wayne og Kelly og Phil og Mariu ( eru að vinna í Strax ) í mat heim til Auðar. Ég tók mig til og eldaði svakalega innbakaða nautalund !!! sem tókst ekkert smá vel og fékk ég mikið hrós fyrir eftir matinn og næstu daga í vinnunni... bara gaman að því.
Spurning hvað verður eldað næst þegar matarboð verður á prjónunum , þar sem erfitt verður að toppa þessa dýrindis nautalund... " hvað getur maður eldað til að toppa þetta ? " HUGMYNDIR
Er líklega á leiðinni eittvað aðeins út á lífið á morgun með Kelly og vinkonum hennar.... er alltaf tekinn með þegar þær fara út, eins og ég sé ein af stelpunum !! heheh .
Skemmti mér reyndar alltaf mjög vel þegar við förum út og verður eflaust mjög gaman á morgun.
Búinn að horfa á fyrstu 5 þættina í 2nd seríu af LOST .... vantar bara fleiri þætti núna, þannig að ég biðla hér með til bræðra minna að redda mér fleiri þáttum á disk / a og senda mér hið snarasta... Plz :o)
Best að fara að koma sér út, búinn að vera heima núna í um klukkutíma og er það líklega jafnmikið og ég hef verið hérna í rúma viku !!
Kveðja frá UK
Birgir

|