Ekki einn í útlöndum anymore....


Friday, May 27, 2005

Slappleiki !!!!
Ekki hægt að neita því að maður er svoldið slappur í vinnunni í dag !!! Þannig er mál með vexti að ég fór niður til London í gær eftir vinnu í afmæli hjá stóra bróðir hans James... vann einmitt hérna hjá Strax í nokkra mánuði í fyrra....
Var alveg þrælgaman og enduðum við James á að koma heim um klukkan 03.30 að staðartíma !!! eftir að hafa farið á einhvern næturklúbb í London.. en þetta kvöld var virkilega skemmtilegt í alla staði og gaman að taka létta sveiflu.. maður hefur ekki gert það í þónokkurn tíma.
Vona bara að ég eigi eftir að lifa daginn af ... hehe
Annars er bank holiday weekend framundan, frí á mánudaginn. Ekkert sérstakt á döfinni hjá manni fyrir helgina.. spurning alla vega að slappa af í kvöld og safna smá orku, sem er af skornum skammti þessa stundina.
Annars fór ég í grill á miðvikudaginn hjá Fluguhnýtingafélaginu hérna í St. Albans... hittumst 8 Íslendingar og grilluðum borgara og horfðum á einhvern ótrúlegasta fótboltaleik fyrr og síðar...
Til hamingju L´pool menn með sigurinn....
Jæja.... best að fara að koma sér að verki.
Birgir

|

Monday, May 23, 2005

Helgin búin
og ný vinnuvika byrjuð !!!
Annars var helgin í alla staði mjög fín... var kíkt á pöbbinn eftir vinnu á föstudaginn í 1-2 en þeir urðu aðeins fleiri hjá öllum sem fóru á pöbbinn og var haldið heim á leið rúmlega 23.00 þegar búið var að loka pöbbnum.. :o)
Á laugardeginum rigndi eldi og brennistein hérna til að byrja með... ræsin á götunum héldu ekki í við rigninguna... þrumur og eldingar fylgdu með. Almennileg Ensk rigning.... ehhehehe
Svo var kíkt í hádegismat og svo var horft á FA CUP final... ekkert sérstakur leikur og algert rán hjá Arsenal að vinna þetta.. sem var reyndar bara fínt. Svo um kvöldið var horft á Eurovision.. alveg ágæt skemmtun það, góð lög og slæm lög... reyndar var eins og ca. 15 lög væru frá Tyrklandi !!! margir að nota eitthvað svona Tyrknestk í lögunum sínum... Annars held ég bara að eitt besta lagið hafi unnið... En það fór ekki framhjá manni að það voru alveg ótrúlega margar fallegar stelpur í Eurovision þetta árið... líst vel á það.
Sunnudagurinn fór svo bara í að horfa á Formúluna aðeins, kíktum á pöbbinn í léttan drykk og fórum svo að spila pool... svo bara Pizza og DVD um kvöldið !!! fín helgi runnin sitt skeið. Strax farinn að hlakka til þeirra næstu, en þá verður einmitt bank holiday á mánudeginum... sem þýðir 3 daga helgi :)
Svo vill ég óska Davíð K. Jónssyni til hamingju með 30 ára afmælið í gær... gamli maður.
Og svo óska ég einnig Leiknismönnum góðs gengis í kvöld gegn Aftureldingu... held reyndar að leikurinn sé í kvöld.
Kveðja frá UK.. Birgir

|