Ekki einn í útlöndum anymore....


Monday, May 09, 2005

Svakaleg helgi
er buin.... Skemmtum vid okkur alveg konunglega í Bournemouth yfir helgina... Mættum þarna um hálfellefuleytið á föstudaginn og fundum svo að lokum hótelið okkar sem var svo sem í lagi... kostaði nú bara 15 pund á mann nóttin !!! þannig að maður gat nú ekki verið með miklar kröfur...
Svo var bara kíkt út á létt djamm á föstudagskvöldinu og var það hin besta skemmtun...
Á laugardeginum fórum við út um ellefuleytið og strunsuðum í átt að miðbænum og löbbuðum meðfram ströndinni á leiðinni þangað, mjög skemmtilegt útsýni... gaman að sjá hafið á nýjan leik..
Var fengið sér að borða í miðbænum og svo rölt um bæinn að skoða sig um.. eyddum svo seinni partinum í beer garden á einhverjum stað þarna í miðbænum og sátum bara og chilluðum og sötruðum öl í góðan tíma, veðrið var frekar gott, eiginlega sól allan tímann... Var svo kíkt á vin hans James sem býr þarna og upp úr því varð allsherjar grillveisla.. sem var alger snilld. Svo upp úr átta fórum við upp á hótel til að skipta yfir í djammgallann og svo var kíkt út.. fórum á einhverja 4 staði í Bournemouth og enduðum svo í partýi í miðbænum... þar sem húseigandi var með græjur sem flestir skemmtistaðir / næturklúbbar myndu verða stoltir af... 3 tölvur, mixerar, plötuspilarar og einhverjir 8 hátalarar og bassabox þannig að það var hægt að spila tónlist á þessum bænum.. ekki spurning.
Var ég svo kominn heim um þrjúleytið, alveg búinn á því eftir langan og strangan dag...
Svo var maður frekar orkulaus á sunnudeginum !!!! ehehhe
Jæja... kveðja til allra á Íslandi...
Gamla settið er einmitt að koma hingað yfir á morgun í nokkra daga.... er á leið heim eftir vinnu að fara að taka til í húsinu :o)
Birgir

|