Ekki einn í útlöndum anymore....


Thursday, May 19, 2005

Hér er ég enn
á lífi.... Ekki búinn að blogga í langan tíma. Held reyndar að það séu nú ekki margir sem lesi þetta blessaða blogg mitt !!! hehe.
Vill byrja á því að óska lilla bro til hamingju með markið sem hann skoraði gegn ÍR í fyrsta leik íslandsmótsins, glæsilegur sigur þar hjá Leiknismönnum..
Annars voru mamma og pabbi hérna í nokkra daga um daginn og höfðu þau það alveg ágætt held ég. Fórum í dagsferð til Cambridge sem var mjög gaman, kíktum á Mama Mia í London á föstudaginn og skemmtum við okkur mjög vel þar, sérstaklega mamma þó.. sem lifði sig alveg inn í þetta 100 % , fékk maður næstum flashback þegar maður var að vakna eftir night out við ABBA í græjunum alveg á fullu í Vesturberginu og mamma var að þrífa íbúðina... klukkan 10 á laugardagsmorgni !!! átti þetta sér stað oftar en einu sinni...
Svo er bara búið að vera frekar lame veður hérna þessa vikuna, ekkert til að hrópa húrra yfir, vona samt að þetta fari að lagast.
Svo er það bara Eurovision á laugardaginn... maður er nú ekki búinn að vera að fylgjast mikið með, hvað þá að kíkja á lögin sem eru að fara að keppa !!! en það verður alla vega horft á þetta og hlegið eitthvað geri ég ráð fyrir.. Vona bara að Ísland komist í gegnum forkeppnina sem er í kvöld..
Vona að lagið frá UK komi til með að gera góða hluti, flott gella sem er að syngja fyrir UK.. en hún beraði einmitt á sér annað brjóstið í undankeppninni hérna.. væri líklega bara þjóðráð að leika sama leikinn eftir í Kænugarði, myndi örugglega hala vel inn af stigum fyrir svoleiðis.. hehhe
Vona að einhverjir eigi eftir að lesa þetta.... ef ekki þá fer maður nú bara að leggja þessa síðu á hilluna !!!!
Birgir

|