Ekki einn í útlöndum anymore....


Friday, January 13, 2006

Friday the 13th !!!!
Á víst að vera einhver ólukkudagur í dag... það hefur farið eitthvað framhjá mér :)
Vill bara byrja á því að þakka öllum fyrir samveruna um jól og áramót á Íslandi , alltaf nice að koma á klakann og hitta alla ;o) Ég verð pottþétt mættur á nýjan leik fljótlega.
Annars er það bara að frétta af manni að ég er búinn að tæma herbergið mitt og er fluttur. Nýja addressan mín er 10 Tilsworth Walk , St. Albans , AL4 9JT ..... ef svo ólíklega vill til að einhver vill senda mér póstkort eða bréf.
Við Auður fórum aðeins að versla um síðustu helgi og enduðum á því að kaupa einn stk sjónvarp . LCD , 32" ... klassa gripur sem kostaði nú ekki mikið miðað við aldur og fyrri störf. Svo fórum við í húsgagnaverslun í Watford og keyptum þennan fína hornsófa á tvöfaldri útsölu.... borgum ekkert í 1 ár , og borgum svo á vaxtalausum afborgunum í 18 mánuði !!! gott tilboð það.
Annars er það aðallega búið að vera vinna og elda og sofa síðan maður kom aftur til UK.
Svo er bara helgi framundan sem er alger snilld... svosem ekkert á planinu annað en að chilla og safna smá orku eftir frekar erfiða viku hérna í vinnunni.
Svo er Strax búið að kaupa annað fyrirtæki sem heitir More... og er með aðsetur í UK , Þýskalandi og öðrum 7 löndum í EU. Þessi kaup gera Strax að ca. 3ja stærsta fyrirækinu í EU í þessum bransa, gott mál það. Svo eru 97% líkur að fyrirtækið flytji um mán.mótin mars/apríl í þrefallt stærra húsnæði, sem á eftir að gera allt svo mikið léttara. Erum núna gjörsamlega að springa úr plássleysi !!!
Jæja, best að fara að gera eitthvað.
Kveðja til allra á Íslandi
Birgir

|