Ekki einn í útlöndum anymore....


Friday, March 31, 2006

Þá er maður einu árinu eldri....
Vorið er komið í UK... hitistigið er komið upp í 10° C + .. fer að styttast í að hægt verði að sitja úti þegar það verður farið á pöbbinn í einn kaldan.
Það var nú ekki mikið spennandi gert á afmælisdaginn... unnið , borðaður dýrindis tandoori kjúklingur þegar heim var komið og slappað af..
Maður er orðinn allt of gamall í einhver læti.
Fór niður í London á miðvikudaginn að sækja um nýtt vegabréf í Íslenska sendiráðinu.. betra að vera með nýtt vegabréf þegar farið verður til Egyptalands. Reglur segja að maður verði að hafa gilt vegabréf í 6 mánuði þegar maður er þar. Mitt vegabréf rennur út í október, þannig að ég ákvað að skella mér á nýtt. Svo þegar það er komið í hús, verður sótt um vegabréfsáritun hjá Egypska sendiráðinu hérna.
Arnar bro kom hérna um daginn, og áttum við fínt föstudagskvöld... fórum á Strawberry Moons í London , off Regent Street. Fínn klúbbur og vorum við þar fram eftir nótt í góðum gír.
Svo á laugardeginum var horft á L´pool - Everton í sjónvarpinu.. mjög skemmtilegur leikur þar á ferð. Svo fór ég bara heim.
Er heima núna, Tiana er veik og Auður var með mjög mikilvægan dag framundan svo það var ég sem tók að mér að vera heima með henni....
Kveðja að sinni frá UK
Birgir

|