Ekki einn í útlöndum anymore....


Friday, June 09, 2006

Jæja, þá er HM byrjað og það með látum !!!
Hérna koma nokkrar léttar spurningar fyrir þá sem vilja spreyta sig á þeim... svör sendist á birgiro@msn.com
Endilega að taka þátt, bluetooth headset í verðlaun fyrir sigurvegarann.

1. Af þátttökuþjóðum á HM 2006 , hvaða þjóð er lægst á styrkleikalista FIFA ?
2. Hver er eini leikmaðurinn sem hefur skorað fyrir 2 þjóðir í lokakeppni HM ? ( ekki sjálfsmark !! )
3. Hve gamall var elsti leikmaðurinn sem tók þátt í undankeppni HM 2006
4. Hvaða þjóð hefur lent í tveimur vítakeppnum í úrslitakeppni HM og aðeins náð að skora
úr einni spyrnu í hvort skipti ?
5. Hvaða enski leikmaður var í HM hóp Englands bæði á HM ´98 og HM´02 en spilaði ekki í eina mínútu í þessum keppnum ?
6. Hvaða tvær þjóðir skoruðu ekki mark á HM 2002 ?
7. Hverjir eru 2 einu ensku leikmennirnir sem hafa verið vikið af velli í úrslitakeppni HM ?
8. Á móti hvaða þjóð skoraði Roger Milla sem gerði hann að elsta leikmanni í sögu HM til að skora í úrslitakeppni HM ?
9. Hvaða 2 leikmenn með sama eftirnafn voru í HM hóp Englands á HM 2002 ?
10. Á hvaða HM endaði England í 4ja sæti ?
11. Hvaða leikmaður skaust upp á stjörnuhiminn með frábærri frammistöðu og enda sem markahæstur á HM 1990 á Ítalíu ?
12. Á ferli sínum sem leikmaður , hvað skoraði Pele margar þrennur ( félagslið og landslið )
46 , 61 , 78 eða 93 ?
13. Á móti hvaða þjóð var fljótasta mark sem skorað hefur verið í landsleik skorað ?
14. Hvaða leikmaður var markahæstur í undankeppniHM 2006 í Evrópu ... ( bara riðlakeppnin sjálf ) ?
15. Hvaða 2 Evrópuþjóðir sem eru á HM 2006 hafa aldrei áður komist í úrslitakeppni HM ?
16. Sigurmark á 119 mín. Ekkert mark hefur verið skorað jafn seint í leik í úrslitakeppni HM. Hver skoraði þetta mark, á hvaða HM, gegn hverjum og hvernig endaði leikurinn?

Gangi ykkur sem allra best. Þið hafið viku til að svara.

|

Tuesday, June 06, 2006

Hallo hallo .....
Hér er ég mættur á nýjan leik, kominn aftur tilbaka til Englands eftir vikufrí í Egyptalandi.
Ætla mér að skella hérna inn smá ferðabók um ferðina. Annars var þetta alveg meiriháttar frí þarna á Sinaiskaga. Svo ættu líka að vera einhverjar myndir frá ferðinni hérna hægra megin.

EGYPTALAND 2006

Dagur 1. Mánudagur

Mætt á hótelið seinni partinn.. mjög heitt og var bara rétt kíkt yfir svæðið .. aðeins að ná áttum og svo farið í kvöldmat. Hlaðborð.

Dagur 2. Þriðjudagur

Farið á fund með Thomson , ákváðum við að fara í 3 ferðir sem Thomson var að bjóða uppá. Svo var bara farið í sólbað og slappað af.

Dagur 3. Miðvikudagur

Thomson ferð nr. 1 :
Við pickuð upp á hótelinu um 11 leytið ... keyrt niður að höfn og við um borð í bát / kafbát . Var svo siglt út fjörðinn og við fórum svo undir þil að skoða út um glugga sem voru á botni bátsins dýralífið í sjónum umhverfis Sharm El Sheikh. Mjög skemmtilegt að sjá þetta , alveg ótrúlegt líf og margir litir þarna. Því næst var keyrt inn í gamla bæinn í Sharm , frekar subbulegur bær og hundleiðinlegir verslunareigendur að reyna að selja manni allan andskotann .. vorum bara fegin þegar þessum part af ferðinni var lokið. Var svo farið á höfrungashow , einkar skemmtilegt á að horfa. Skemmtilegar skepnur. Svo bara upp á hótel í kvöldmat og slappað af um kveldið.

Dagur 4. Fimmtudagur

Thomson ferð nr. 2.
Vaknað frekar snemma eða um 04.30 ... pickuð upp af hótelinu um 05.00 , destination : Cairo. Var flogið með Luxair til Cairo , ekki nema um 45 mín flug. Svo þegar til Cairo var komið var þar rúta sem pikkaði okkur upp. Var byrjað á því að keyra í gegnum miðbæinn áleiðið til stærstu moskunnar í Cairo. Moska Muhammed Ali ( ekki boxarinn ) . Mjög stór moska og gaman að sjá þetta. Svo var ferðinni haldið áfram og næsta stop voru píramídarnir í Cairo. Engin smá smíði !!! eru 3 þarna saman og ekkert smá gaman að hafa séð þetta. Mjög skemmtilegt sjónarhorn sem maður fær yfir þá í lokin , allir þrír saman á mynd. Svo var keyrt stuttan spol til að sjá annað undur , the Sphynx .. Ekki var það lakara að sjá það , og það með einn af píramídunum í bakgrunni. Tók fullt af myndum og eru einhverjar þeirra hérna hægra megin á síðunni. Svo fórum við í eins konar málverkagallerí þar sem við fengum að sjá hvernig Egyptar bjuggu til pappír í gamla daga, pappir sem endist forever.. Mjög forvitnilegt, keyptum eina litla mynd þarna sem er máluð á svoleiðis pappír.
Þá var komið að hádegismat, enda voru allir orðnir glorhungraðir þegar þarna var komið við sögu. Og fyrir valinu varð veitingastaðurinn Hard Rock Cafe , Cairo .. sem er við bakka Nílarfljots með glæsilegt útsýni yfir ánna. Frekar skrítið að fara út að borða á Hard Rock í Cairo !!
Eftir hádegismatinn var svo stefnan sett á Egypska safnið í Cairo... Ekkert smá stórt og ótrúlegir hlutir þar inni sem gaman var að sjá , engar myndavélar leyfðar þar inni svo engar verða myndirnar þaðan. En einhver sagði að ef þú skoðaðir alla hlutina á safninu í eina mínútu , myndi það taka nokkra mánuði að komast yfir allt safnið !!! sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Eftir ca. 2-3 tíma á safninu, var brunað upp á flugvöll til að ná flugi aftur til Sharm .... og í gegnum klikkaða umferða þarna í Cairo .. maður hefur bara aldrei séð annað eins rugl. Ef gata var með 3 akreinar .. var því snögglega breytt í 5 akreinar og svo voru menn bara á flautinni lon og don .. Alger kleppur.
Við komum aftur upp á hótel rétt fyrir 22.00 og alveg búin á því !!!

Dagur 5. Föstudagur

Fór að mestu í að slappa af eftir erfiðan dag á undan. Fór samt og pantaði mér kennslu í köfun. Fékk kennsluefni og horfði á DVD kennslumyndband um köfun. Maður var bara að læra liggjandi í sólinni að slappa af.

Dagur 6. Laugardagur

Fór í kennslu í köfun, kafaði í sundlaug og gerði fullt af æfingum. Mjög gaman. Svo var bara slappað af og leikið sér í sundlauginni og legið í sólbaði.

Dagur 7. Sunnudagur

Átti að kafa um morguninn og svo aftur síðdegis... en vegna mikils roks um morguninn var ákveðið að taka tvöfaldan pakka síðdegis.. Ég myndi þá taka köfun 1 og 2 í open water.
Lá bara í sólinni og var í sundlauginni fram að köfun. Köfunin var frábær, alveg einstakt að kafa þarna innan um Nemo og félaga. Litadýrðin á lífríkinu þarna er með ólíkindum.
Alla vega kláraði ég þessar 2. kafanir með sæmd og klaraði námskeiðið sem ég var á. Scuba Diver ( ætla mér svo að bæta á þetta í næsta fríi og klára Open Water Licence pakkann.. þarf ekkert að bæta miklu við.
Um kvöldið var farið í ferð út í eyðimörkina þarna hjá Sharm El Sheikh, Thomson ferð nr. 3. Hittum við fyrir Beduina sem búa í tjöldum í eyðimörkinni. Var farið yfir sögu þeirra og fengum við að borða hjá þeim einnig... mat sem konurnar þeirra elduðu en þær máttu ekki vera á svæðinu þegar við mættum. Svo kom stjörnufræðingur og var að sýna okkur stjörnumerkin í kolsvarta myrkrinu. Í lokin fengum við svo að horfa í gegnum risastóran störnukíki á nokkrar stjörnur .. frekar cool. Meira segja hægt að taka myndir á myndavélina í gegnum stjörnukíkinn, tók frekar svala mynd af tunglinu sem ætti að vera einhver staðar hérna hægra megin á síðunni.

Dagur 8. Mánudagur

Farið í morgunmat , pakkað og slappað af þangað til við vorum pikkuð upp af hótelinu. Svo bara 5 tíma flug heim til UK !!!!

Nokkrir skemmtilegir punktar úr ferðinni :

- Símhringingin í móttökunni á hótelinu var sú sama og í 24 !!! how cool is that
- Át einhvern algeran óþverra í Egyptalandi og þurfti að borga fyrir það með tíðum klósettferðum í ca. 2 daga
- Klúbburinn á hótelinu okkar , Dream Team sem var í körfuboltastíl .... með allnokkra kokteila .. Magic Johnson , Michael Jordan , Yao Ming , Half Time .... og svo JOHN STARKS kokteil !!! hvað er það ( sævar bro líklega frekar sáttur )
- Hitastigið þarna var varla fyrir hvítan mann að vera í .. Max um og yfir 40° C og Min um og yfir 26° C .. Alla vega 2 eða 3 kvöld var góður vindur á svæðinu, og þá var bara eins og einhver væri með risastóran hárblásara að blása yfir okkur .... hrikalega heitt.
- Brann á framhliðinni á degi 2 , og svo brann ég á bakinu á degi 7 .... fínt að brenna svona í sitthvoru lagi.
- Þegar við vorum að fara heim , var hótelið okkar orðið uppfullt af Bretum sem voru að klára allar vínbirgðir hótelsins .... blessaðar fyllibytturnar ....
- Fór bara einu sinni að sofa eftir miðnætti í ferðinni.
- Var ekkert bitinn í ferðinni , Auður með 4-5 bit ... og þar af eitt á kinninni
- Engar konur vinna í Sharm El Sheikh .... sáum ekki Egypska konu þar allan tímann sem við vorum þarna !!! Karlmenn sáu um allt ... kokkar , þjónar , þrífa .. just name it.
- Local Romm bragðaðist eins og Íslenskur landi !!! prófaði það bara einu sinni.
- Sá ferkantaðan fisk þegar ég var að kafa !!! Weird....

Kveðja að sinni.
Birgir

|