Ekki einn í útlöndum anymore....


Wednesday, March 10, 2004

Komst í tölvu
loksins.. Ekki hefur mikið verið að gerast hjá manni síðustu daga.
Það var aðeins kíkt út á lífið á laugardaginn.... frá 21-01, bara rólegt.
Á sunnudeginum fórum við Heiða til Hatfield í bíó. Myndin sem varð fyrir valinu var 21 Grams.. Það var akkúrat verið að byrja að sýna hana þegar við mættum í bíóið. Klassamynd, skemmtum við okkur mjög vel.
Svo er bara búið að vera að vinna alla vikuna... Frekar langir dagar, maður er ekki kominn heim fyrr en um sjöleytið á kvöldin, stundum síðar. Er maður þá þokkalega búinn á því.
Erum við Heiða svo að fara að skoða íbúðir á laugardaginn, erum með eina í sigtinu. Væri það bara hið besta mál ef við myndum finna okkur fína íbúð hérna og flytja sem fyrst. Ef við tökum þessa íbúð myndum við flytja við fyrsta tækifæri, því íbúðin er tóm.
Erum við "ein" heima núna og verðum það fram á sunnudag... Pétur fór til Íslands í smá frí.
Nóg í bili, kveðja
Birgir

|