Ekki einn í útlöndum anymore....


Sunday, November 19, 2006

10° C og sól ...
Frekar nice veður hérna um þessar mundir .. ekki búið að vera neitt rosalega kalt upp á síðkastið.
Annars er bara allt það fína að frétta héðan frá St. Albans, fórum að versla nokkrar jólagjafir í gær og gekk það bara alveg ágætlega. Enduðum svo daginn á því að fara að sjá James Bond í bíó. Alveg ágætist ræma þar á ferð, fannst samt vanta eitthvað í myndina !!! en engu að síður bara týpísk 007 mynd.
Svo erum við að fara til Wendover í dag á súkkulaðihúsið ... á víst að vera alveg svakalega gott. Erum að fara að hitta frænku hennar Auðar sem býr þar og einhverja úr fjölskyldu hennar. Maður verður samt að vera kominn heim tímalega fyrir Blackburn - Spurs kl. 16.00 eða þá að finna sér pöbb í Wendover til að horfa á leikinn.
Er ekkert rosalega bjartsýnn á þennan leik en maður vonar engu að síður eftir góðum úrslitum. Höfum verið að skíta í okkur á útivelli á tímabilinu.
Er svo á leið til Frakklands á miðvikudag .. "vinnuferð" .. er að fara með Phil, Commercial Director að reyna að finna fyrirtæki sem "stal" frá okkur 350 GSM símum !!! þetta fyrirtæki er víst ekki að taka símtöl og ætlum við að reyna að finna út hvort að liðið sé horfið eða hvað. Annars veit ég ekki alveg hvað við ætlum að gera ef við finnum þessa menn .. handrukka þá eða hvað !!! Kannski eiga þeir bara eftir að segja " ææ, við bara steingleymdum að borga fyrir þessa síma, og láta okkur hafa pening fyrir þeim !!! " NOT ... vona bara að þetta sé ekki einhver partur af skipulagðri glæpastarfsemi og við á leið í einhverja tóma vitleysu !!
Auður hefur það alveg ágætt þessa dagana .. var reyndar eitthvað slöpp í vikunni og fór og hitti lækninn sem sagði henni að slaka meira á og taka sér frí frá vinnu í nokkra daga. Bumbubúinn er farinn að sparka alveg lon og don .. rosalega gaman að finna fyrir spörkunum, góður kraftur í þeim og ég er á því að bumbubúinn sér örfættur og eigi eftir að verða sprækur vinstri kantari .. svo lengi sem bumbubúinn sé strákur !!!
Svo er ferð á WHL á sunnudag, leikur gegn Wigan. Verður farið með Wayne og tveimur vinum hans frá Aylesbury sem voru með okkur í Póllandi og ég hef hitt nokkrum sinnum, eðalnáungar þar á ferð. Verður þetta eflaust hið mesta gaman ..
Jæja, best að fara að koma sér af stað ... verð í bandi fljótlega.
BTW .. ef einhvern langar til að vita heimasímann hjá mér .. þar sem það er miklu ódýrara að hringja í hann þá er síminn : 0044 1727 867 071
Kveðja frá UK
Birgir & Co.

|