Ekki einn í útlöndum anymore....


Saturday, September 17, 2005

Fyrsta bloggið í nýju tölvunni....
Væri mikið til í að vera á Íslandi um þessar mundir og taka þátt í lokafagnaði Leiknismanna í dag og kvöld... en svona er þetta bara.
Vorum að spila áðan og spiluðum gegn slöku liði og vorum alveg skelfilega lélegir.... verðum virkilega að fara að taka okkur á ef ekki illa á að fara, og í versta falli eins og mórallinn var í dag gæti þetta endað með þeim ósköpum að menn nenni þessu ekki lengur og höfum við alls ekki efni á því að missa menn... sem myndi líklega enda með að liðið yrði að draga sig út úr keppni !!!!! en vonum bara það besta.
Átti samt ágætan dag , setti eitt kvikyndi, lagði upp eitt og fiskaði eitt stk. víti .... þannig að 2 leikir , 1 mark, 1 stoðsending og 2 víti kominn í safnið !!! ágætis record það.
Svo er það matarboð í Harpenden í kvöld.... Við Auður erum á leið í mat hjá liði sem er að vinna með okkur.... verður það eflaust mjög gott. Vonandi verða einhverjar ljúffengar kræsingar í boði.
Svo er stefnan sett á að kíkja aðeins í IKEA á morgun, þarf að versla mér kommóðu... og sitthvað fleira... og svo á að fá sér sænskar kjötbollur í matinn !!! alger snilld. Svo upp úr 18.00 þarf ég að fara í vinnuna til að koma símum út ... .same day delivery til France !!! hlakka ekkert smá til eða hitt þó !! en hvað gerir maður ekki fyrir fyrirtækið ;)
Kveðja að sinni...
Birgir
PS. Svo hérna hægra megin er komin linkur á myndaalbum... þar sem ég ætla mér að setja inn myndir við tækifæri, nokkrar komnar inn en stefnan sett á að setja einhvern smá slatta þarna inn. Er með vel yfir 1000 myndir á diskum sem ég hef tekið síðan ég flutti hingað... þannig að maður ætti að geta sett nokkrar inn.

|

Monday, September 12, 2005

Svaðaleg helgi búin....
Elvar og Garðar komu hingað á fimmtudaginn og áttum við hreint frábæra helgi....
Pikkaði ég þá upp á Stansted á fimmtudagskvöld og brunuðum tilbaka til St. Albans og kíktum svo aðeins út og fengum okkur nokkra drykki.
Þeir voru svo bara að chilla í bænum á föstudaginn og ég hitti þá svo eftir vinnu. Hittum við fáeina úr vinnunni á pöbbnum. Svo var kíkt á Barney´s í máltíð og þaðan var síðan haldið í smá pool... very nice kvöld.
Svo á laugardeginum var farið niður í London að kíkja á Spurs - L´pool .... 0-0 leikur en var samt sem áður mjög svo skemmtilegur.
Svo þegar til St. Albans var komið aftur var skipt yfir í djammbúninginn og kíkt út á lífið... Mjög skemmtilegt kvöld í alla staði.
Á sunnudeginum var síðan grillað ( íslenskt lambalæri ) ... heima hjá Wayne og Kelly , en þar voru líka Auður og Tiana. Fullt af meðlæti og frábær matur.. ég sá um allt , aldrei þessu vant var verið að grilla heima hjá Wayne og hann þurfti ekki að lyfta litla fingri. Svo um sexleytið kom taxi til að pikka upp Elvar og Garðar og þeir héldu heim á leið.
Var maður frekar lúinn í morgun , þar sem ekki var mikið um svefn um helgina !!!!! en það reddast eins og allt annað.
Kveðja frá UK.... og Elvar og Garðar: takk fyrir frábæra helgi..
Birgir

|