Ekki einn í útlöndum anymore....


Saturday, October 22, 2005

R.I.P.
AFC Harpenden hefur verið lagt niður !!! Liðið dró sig út úr keppnum vetarins í liðinni viku. Þurfum við að borga einhverja sekt, um 15-20 pund á mann.
Þannig að nú er ég án liðs, samningslaus = free transfer.
Umboðsmaðurinn minn er að skoða möguleikana sem eru í stöðunni núna, en þar sem ég er án liðs gildir félagsskiptaglugginn ekki fyrir mig. Ætti ég að geta samið vel, miða við record mitt hérna í UK í boltanum. Vona bara að eitthvað skemmtilegt tilboð detti inn á borðið hjá mér fljótlega !! :)
Er að fara að spila fótbolta núna með nokkrum Íslendingum... spilað er hérna í St. Albans, þannig að maður spilar einhvern smá fótbolta í dag.
Best að koma sér af stað.
Kveðja frá UK
Birgir

|

Wednesday, October 19, 2005

Hvað er málið með rigninguna hérna......?
Rigndi eldi og brennistein hérna í næstum allan dag !!!!! og svo var maður í smá veseni á leið heim úr vinnunni þar sem mótorinn fyrir rúðuþurrkurnar á bílnum mínum er farinn og þar að auki er engin rúðuþurrka bílstjóramegin !!!! maður er bara að nota rain-x á framrúðuna um þessar mundir á meðan engar rúðuþurrkur eru starfandi. :)
Kominn með nýjan síma og nýtt símkort, þannig að venjulega númerið mitt er komið aftur á laggirnar fyrir þá sem vilja hringja í mig... eða senda mér SMS.
Bara 2 dagar eftir af vinnuvikunni, sem er ekkert.. alltaf svo nice þegar þessir miðvikudagar eru á enda, þá er vel liðið á seinni hálfleikinn í vikunni...
Vika þangað til guttarnir koma hingað, og 10 dagar í stórleikinn á WHL... gaman gaman.
Þarf að fara að setja saman innkaupalista fyrir feðgana til að færa mér, var að spá í að taka forskot á jólin og panta 1 stk. hamborgarhrygg !!!! spurning með innflutninginn, þar sem allt er orðið miklu strangara núna hérna eftir að " The bird flu " sýndi sig í Evrópu !!! extra hundar til að sniffa af farangri.. væri nú saga til næsta bæjar ef dad yrði tekinn á Stansted fyrir að flytja inn kjöt án leyfis inn í UK... ætla að tjékka á custom heimasíðunni hvort að reykt kjöt sé ekki í lagi....
Annars held ég að þeir séu nú aðallega skíthræddir við innflutning á kjötvörum frá suður-Evrópu og Asíu....
Og svona í óspurðum fréttum... þá er " Bruce " íkorninn sem lifir í trjánum hérna við húsið mitt að gera okkur lífið leitt þessa dagana... er alltaf að narta í ruslapokana sem við setjum út fyrir húsið og þeir alltaf allir í götum og sorpið út um allt... hef gripið " Bruce " tvisvar í þessari viku glóðvolgan við að stela sorpi frá okkur... bévítas þjófurinn. Spurning hvað hægt sé að gera í þessu, einhver með góðar hugmyndir ??? endilega láta þær flakka, hvernig hægt er að losa sig við íkornaþjóf !!!
Jæja, kominn háttatími... bið kærlega að heilsa til Íslands og öllum sem leggja leið sína að lesa þessa fábrotnu bloggsíðu mína sem ég er allt of latur við að skrifa á ....
Bless bless
Birgir Ó

|

Monday, October 17, 2005

Brjálaður dagur í vinnunni....
Það var allt á floti í vinnunni þegar maður mætti í dag !!!! krani í öðru vöruhúsinu hafði farið af stað einhvern tímann um helgina og vatn út um allt... skemmdir fyrir nokkur þúsund pund þar á ferð. Fór allur dagurinn í það að tæma svæðið þar sem vatnið var og svo kom einhver náungi að rygsuga upp stöðuvatnið sem var þarna....
Kemur þetta til með að setja okkur í mikil vandræði þar sem við erum með pláss af mjög skornum skammti um þessar mundir.
Annars var helgin mjög svo fín, nema fyrir eitt.... mér tókst að tapa GSM símanum mínum !!! þannig að það verður ekki hægt að ná í mig í venjulega númerið mitt þangað til ég verð kominn með annan síma og nýtt símkort... þangað til verður hægt að ná í mig í síma 00447742626642 númerið sem ég var með á undan.
Fór að spila 5 a side fótbolta með vinnunni á laugardagsmorgunn, vorum með frekar vængbrotið lið og stóðum okkur frekar illa... en þetta var samt mjög svo gaman.
Fór svo í langt ferðalag frá Heathrow svæðinu til N-London til að sjá Spurs - Everton , allger snilldarleikur. Öruggur sigur og Spurs komnir í 2. sætið í deildinni.
Hitti svo Íslenska stuðningsmannaklúbbinn eftir leikinn í nokkra drykki sem var skemmtilegt.
Bið að heilsa í bili.... ætla að reyna að vera duglegri að skrifa nokkrar línur hérna inn... búinn að vera frekar slappur upp á síðkastið.
Kveðja frá UK
Birgir

|