Ekki einn í útlöndum anymore....


Tuesday, December 19, 2006


Skítakuldi í morgun.
Þurfti að skafa déskotans bílinn í morgun í fyrsta skiptið í vetur ... og sá svo á hitamælinum á leiðinni í vinnuna að það var -2.5°C .. frostharka dauðans og var ég varla að lifa þetta af. Vona ég að þetta sé allt og sumt sem maður kemur til með að sjá af vetri konungi þennan veturinn.
En að öllu gamni slepptu, þá er bara vika í Íslandsför ... verður alveg brilliant að sjá fjölskyldu og vini á nýjan leik. 2 dagar eftir í vinnunni og svo í jólafrí ... jólafrí sem verður álíka langt og gömlu góðu jólafríin þegar maður var í skóla.
Jæja, nóg komið í bili.
Kveðja frá UK
Birgir & Co.

|

Sunday, December 17, 2006


Fór á hnéð í gær ....
Við Auður fórum út að borða í gær á uppáhalds veitingastaðinn okkar og skellti ég mér á hnéð og bað hana að giftast mér !! og svaraði hún játandi :o)
Planið er núna að giftast sumarið 2008 , hérna í UK. Þannig að ef þú lesandi góður vilt koma í brúðkaupið ... þá er spurning um að byrja að leggja fyrir.
Fórum svo til gullsmiðsins í dag til að breyta hringnum .. þar sem puttarnir á Auði hafa bólgnað aðeins síðustu vikurnar í óléttunni og hringurinn var aðeins of lítill.
Annars er bara allt þetta fína að frétta héðan frá UK .... stutt í jólin og stutt þangað til maður kemur til Íslands. Alger snilld.
4 vinnudagar í næstu viku ... og svo langt og gott "jólafrí"
Kveðja að sinni frá UK
Biðjum að heilsa öllum
Birgir & Co.

|